Skírnir - 01.08.1910, Page 139
.Tveir hellar í Etallmuiidarhrauiii.
33 L
stærsta og merkasta þeirra má nefna H akl 1 s h e 11 i hjá
Skógarkoti í Þingvallasveit og Raufarhólshelli í
Vindheimalandi í Ölfusi, sem mun vera einn með stærstu
hellum á landi hér svo kunnugt sé.1)
I. Surt shellir.
A skrásetningarferð minni um Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslu í fyrrasumar rannsakaði eg 18. júlí Surtshelli allan.
Áður var eg raunar búinn að skoða hann, í ágústmánuði
1903, allan nema lengsta kafiann, milli miðgjárinnar og
instu gjárinnar, en vildi nú reyna að rannsaka hann bet-
ur allan og mæla hann.
Nú í sumar gekk eg í hann enn til frekari rann-
sókna og mældi lengd hans og allra afhellanna.
Lýsingar: Það er óþarft, og yrði enda of langt
mál í þessu riti, að segja sögu Surtshellis og lýsa honum
að öllu leyti nákvæmlega. Má hér nægja að vísa til nokk-
urra ritgjörða um hann, nefnilega Eggerts Olafssonar og
Bjarna Pálssonar í bók þeirra Reise igiennem Island, bls.
350—376 ; Hendersons í bók hans I c e 1 a n d, II. 189—198;
F. Zirkels í Reise nach Island 1860, bls. 95—107; Kr. Ká-
lunds í bók hans Is 1. Beskr. I. bls. 338—343; E. Zug-
mayersí Eine Reise durch Isla nd, bls. 178—184ognú
loks Þorv. Thoroddsen í Lýsingu íslands 11.89-—91,sbr.
áður Andvara XVII (1891) bls. 43—45.2)
í bók Eggerts og Bjarna er og »Grund- Tegning« af
hellinum (Tab. XV.), en hún er að mörgu leyti mjög
röng; gjáin, sem þar er með tölunni 11, er alls ekki til.
Afhellaruir eru einnig mjög skakt settir og Vígishellir,
fremri afhellirinn vinstra megin, beygist á myndinni aft-
ur með aðalhellinum, en í raun réttri beygist hann fram
0 ísafold XXXVI. 46. Hellirinn sagður þar 508 faðma langur,
en í rauninni mældist hann 538 faðmar.
*) Sbr. ennfr. „Ýmir“ 1890 s. 153—4 og Geol. iagttagelser, Sth.
1891 bls. 43—4. Auk þess eru lýsingar á Surtshelli i mörgum öðrum
ferðabókum.