Skírnir - 01.08.1910, Side 140
332
Tveir hellar i Hallmundarhrauni,
með honum. í bók Zugmayers er og mynd af hellinum,
miklu betri, en þó ekki nákvæm.
N a f n i ð. Áður en eg ræði frekar um ásigkomulag
Surtshellis vil eg fara nokkrum orðum um heiti lians.
Hellisins er getið í þremur fornum, íslenzkum ritum, nfl.
Landnámabók, Harðarsögu og Sturlungasögu. Svo segir
frá í Landn.b.1) að Þorvaldur holbarki sonur Höfða-Þórðar
»kom um haust eitt á Þorvarðsstaði i Síðu til Smiðkels
(Þorvarðssonar) ok dvaldist þar um hríð. Þá fór hann til
hellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði ort
um jötuninn í hellinum. Síðan fekk hann dóttur Smið-
kels — — —.« Jafnframt er og sagt frá því að synir
Smiðkels tveir, Þórarinn og Auðunn, hafi ráðið fyrir Hellis-
mönnum2 og ennfremur segir Landn.b. Sturlu3, að Torfx
Valbrandsson hafl verið »á Hellisfitjum, ok Illugi enn
svarti ok Sturla goði, þá er þar voru drepnir XVIII Hellis-
menn; en Auðun Smiðkelsson brendu þeir inni á Þor-
varðsstöðum«. Þá er og sagt frá því í Harðarsögu4 *, að
Þorgeir gyrðilskeggi, einn af Hólmverjum, hafi flúið und-
an fyrirsát við Bláskeggsár; hann »nam staðar á Arnar-
vatnsheiði, ok lagðist í helli á Fitjum, ok safnaði sér liði
ok var þar þartil er Borgfirðingar gjörðust til þeirra«.
Þetta lýtur alt að því sarna vafalaust,6) og hellirinn, sem,
átt er við hér, er Surtshellir. I Sturlungasögu segir frá
alt öðrum viðburði, einu af hryðjuverkum Sturlunga-ald-
arinnar. Þar stendur svo:8) »Sturla reið nú á brott (frá
Reykholti) með Urækju upp til jökla — —- — — —. Þeir
riðu upp á Arnarvatnsheiði þar til er þeir komu á Hellis-
fitjar, þá fara þeir í hellinn Surts og upp á vígit. — —«
— Fimm handrit hafa hér »h e 11 i n n S u r t« og
hafa þeir, er þau rituðu, að líkindum álitið að hellirinn
'*) Eins í Hauksb., Sturlub. og Melab., sjá útg. E. J. bls. 69 og 190.
2) Landn.b. E. J. útg. bls. 18. 30—31.
3) F. J. útg. bls. 140, 33—35.
4) Islendinga sögur, 2. b., bls. 46.
6) Sbr. ennfr. Yatnsdæla sögu, kap. 41.
e) Sturl.s. II, bls. 181; Bmf. útg.