Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 141
Tveir hellar i Hallmundarhrauni.
333
héti eiginlega S u r t u r. Eggert Ólafsson og Kr. Kálund
skilja báðir orð Landnb. svo, að »til hellisins Surts« sé =
til Surtshellis ogað Surtur sé nafn jötuns þess,
er Þorvaldur færði drápuna, og álítur Kr. Kálund, að
menn hafl þá jafnvel hugsað sér að Surtur eldjötun, er
»ferr sunnan með sviga lævi« (o: eldi) í ragnarökum,
byggi í þessum helli. Frásögn Landnb. ber Ijóslega með
sér að sú heflr verið trú manna einhverju sinni, að jötun
væri í hellinumx) og að Þorvaldur hafi fært honum drápu,
jafnvel þótt hitt sé eins líklegt, að sagan um drápu Þor-
valdar sé eins konar þjóðsaga, bygð á missögn og hugar-
burði Hann átti erindi fram í Surtshelli, hafi mágar hans
verið þar þá þegar og ráðið fyrir skóggangsmannaflokki;
og ekki er líklegt, að þeir mágarnir hafl verið trúaðir á,
að jötun byggi í hellinum, til þess munu þeir hafa verið
honum of kunnugir. Að nokkur heiðinn maður hafi hugs-
að sér að Múspells-Surtur ætti heima í þessum helli er
alsendis óeðlilegt, og er nafnið þó eflaust frá því, er Hellis-
menn lögðust í hann. Hafi hellirinn þá þegar heitið Surts-
hellir getur það naumast hafa verið af öðru en því, að
mönnum hafi þótt hann svartur, sbr. surtarbrandur og
surtarepli. En orð Lnb. þarf alls ekki að skilja svo, að
hellirinn sé nefndur þar hellirinn Surts (= Surts-
hellir), heldur hellirinn Surtur; að taka orðin svo flnst
mér eðlilegra mál, einkum í Lnb., og það kæmi heim við
lesmátann »hellinn Surt«, í sumum af Sturl.s. handritun-
um. Þeir sem hafa »hellinn Surts« hafa þekt nafnið
Surtshellir og álitið að því bæri að skrifa þannig. — Enda
þótt Þorvaldur holbarki hafi fært jötni í hellinum Surt
drápu, er ekki sjálfsagt að sá jötun hafi verið kallaður Surtur.
Eðlileg virðist skoðun Eggerts Ólafssonar um nafn
hellisins (sbr. bók hans § 351), að hellirinn hafi uppruna-
lega verið nefndur að eins S u r t u r af því, hve mönnum
leizt hann svartur. Til samanburðar má geta þess, að
‘) Sbr. og söguna um Surt jötun á Grænlandi og helli hans („hell-
irinn Surts“) í þætti af Jökli Búasyni, ísl. sögur, 2. h. hls. 466; höfund-
urinn apar eftir orð Landnh., misskilin þó.