Skírnir - 01.08.1910, Page 142
334
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
annar hellir í Hallmundarhrauni, sem enn skal sagt frá
nánar, ber nafnið V í ð g e 1 m i r, sem er vafalaust hans
upprunalega nafn og fornt,1) og að hellir einn í ölfusi heitir
G a p i; samsvarandi eru fjölda mörg forn nöfn á ám,
hverum o. fl. o. fl. Nú nægði ekki ætíð að kalla hellir-
inn Surt; ókunnugir menn vissu ekki hvað átt var við
með því nafni, nema sagt væri um leið h e 11 i r i n n (í
viðeigandi falli), en þá fanst mönnum auðveldara að gera
úr því eitt orð: Surtshellir. — Að kalla hellinn
Surt Surtshelli er svipað og að kalla t. d. flóann
Skjálfanda (sbr. Lnb.) S k j á 1 f a n d a f 1 ó a 2) og eyna
Skrúð (Lnb Hauks) S k r ú ð e y (Lnb. Sturlu).
L e n g d. Surtshellir er álitinn stærstur hellir á ís-
landi. Eggert Olafsson og þeir Bjarni Pálsson mældu
hann, og talar Eggert um mælinguna í § 375 í bók sinni.
Hellirinn mældist þeim 839 faðmar að lengd. Ekki er
það kunnugt, að 'nokkur maður hafl mælt hann síðan
þangað til árið 1902, að þeir Zugmayer gerðu það, og
mældist þeim hann um 1400 m. eða um 743 faðma3) langur.
Eg mældi hellinn með 100 feta mælibandi, insta hlutann
í fyrra sumar, auðvitað neðanjarðar, en alla hina ofan-
jarðar, bæði í fyrra sumar, og nú aftur í sumar með
samanburði við mælingu Zugmayers. Skal nú skýrt frá
mælingu minni og jafnframt mælingu Zugmayers4)
') Nafnið Víðgelmir kemur fyrir i fomu kaupbréfi um Kalmanns-
tungu, prentuðu i Fornhréfasafninu III. nr. 620; þess er hvergi getið þar
hvað Viðgelmir sé, og flestum mun vera það ókunnugt, að það sé stór
hellir.
!) Shr. þó Isl. Beskr. II. 135—36.
3) Eine Reise dnreh Island, hls. 179.
4) Shr. mynd hellisins aftan við hók hans.