Skírnir - 01.08.1910, Side 143
Tveir liellar í Ha]lnmndarhrauni.
335
Frá barmi aðalinngangsins að 1. opi 356 fet, — Zugm. 105 m. = ca. 335 fet§
Lengd 1. ops Frá 1. opi til 2. ops . . . 151 —, — — . . . 560 —, - — . . . 110 —, — — 42 - = - 134 — 220 - = - 701 — 28 - = - 89 — 320 - — -1019 —
. . . 60 —, — — 28 - — - 89 —
Frá 3. opi inn að boini . . . . . . 1700 - 657 - = -2093 —
Samtals . . . 3954 fet,—Zngm. 1400 m. = ca. 4460 fet
eða eftir minni mælingu 659 faðmar (1241 m.), en Zug-
meyers 743Ú2 faðmur hér um bil. Mestur munur er á
lengd insta hlutans eftir minni mælingu og hans, en þann
hluta mældi eg nákvæmlega með mælibandi; hann mun
aftur hafa mælt þar mest með skrefum.
Eins og menn sjá, er allmikill munur á þessum mæl-
ingum og Eggerts Olafssonar. Eg hygg að mín mæling
sé nokkurn veginn rétt, að minsta kosti er eg viss um að
hellirinn er ekki mikið lengri en 659 faðmar. *) Hvernig
stendur þá á þessum 839 föðmum hjá Eggerti? Eg get
ekki fundið aðra skýringu líklegri, en að faðmar hjá honum
sé 3 íslenzkar álnir, með öðrum orðum 6/u eða um x/2 feti
styttri, en faðmur er talinn nú. Ef svo er reiknað verða 839
faðmar 4614^/a fet eða 769 faðmar nú. Þá munar samt
100 föðmum hér um bil og má geta til að sá mismunur
sé kominn af mistalningi á faðmahundruðum Eggerts:
839 fyrir 739, en 739 faðmar h1/^ fets verða = 40647a
fet eða um 677x/2 faðmur og lætur það nærri mínu máli.
A f h e 11 a r. Út frá aðalhellinum ganga 3—4 af hellar.
Eggert Olafsson segir, að þeir hafi (um miðja 18. öld)
verið kallaðir b á s a r. Hann lýsir þeim öllum, en álítur
þó einn þeirra í rauninni ekki afhelli eða »bás«', heidur
eins og annan helming aðalhellisins, sem skiftist þar í
tvent að honum finst; en lýsingin á þessu er (í § 367)
eitthvað undarleg og kemur ekki heim. Lýsingin talar
‘) Frá vörðunni og inn að botni er alllangur spölur. Hellirinn
verður mjög þröngur inst, en eg gekk mig öldungis úr skugga um, að
hann endar hér í raun og veru, og er alls ekki lengri en þetta.