Skírnir - 01.08.1910, Síða 144
336
Tveir hellar i Hallmundarhrauni.
um tvö op (sbr. Grundtegning 11. og 13.) þar sem að eins
er um eitt að ræða (miðopið)'). Hér er ekki heldur veru-
leg ástæða til að líta svo á, að hellirinn klofni í tvent;
hér er svo sem eins konar stoð í miðjum hellinum og hér
gengur blátt áfram langur afhellir út úr, eins og síðar
skal skýrt frá nánar.
Allir þessir 3—4 afhellar ganga út úr aðalhellinum
fremst, nefnilega út frá 1. opi og miðopi, en þau eru bæði
á fremsta fjórðungi aðalhellisins að heita má. I hvorug-
um lengstu hlutum hellisins gat eg fundið nokkurn af-
helli og leitaði eg þó að þeim með góðu ljósi. — Mér
hafði verið sagt af mjög stórum afhelli, sem gengi út úr
langa hlutanum á milli 2. og 3. ops, en sú saga mun hafa
verið sprottin af misminni; sögumaður mun hafa átt við
insta afhellinn. — Fremsti afhellirinn nefnist Beinahellir,* 2)
því að í honum hefir fundist mjög mikið af beinum; mér
virtust þau miklu færri nú i sumar en 1903; var mér
sagt, að ferðamenn sumir hefðu tekið með sér bein til
minja. Þessi hellir er 200 fet að lengd, 13—23 fet að
breidd og um 9 fet að hæð; þykir mér ekki þörf á að
lýsa honum frekar; nægir að vísa til áðurnefndra ritgjörða.
Sem sérstakan afhelli, er nefna mætti Hringhelli,
má skoða smugu þá, er verður út frá inngangi Beina-
hellis vinstramegin og beygist í hring til vinstri út í aðal-
hellinn aftur; lengd hans er 72 fet, breidd 7 fet og hæð
að eins 2 fet.
Næsti afhellirinn, sem er aðal-sögustaðurinn, nefnist
Vígishellir. Hér er bersýnileg bygging á gólfinu á einum
stað, 100 fet frá innganginum, og er engin ástæða til að
efast um, að hún sé bygð af mönnum, sem lagst hafi út í
þennan helli. Þeir Eggert og Kálund lýsa þessari bygg-
ingu og þessum afhelli.
') Þetta mál á lengd Surtshellis eftir mælingu E. Ó. (839 faðmar)
getur lika ef til vill legið að nokkru leyti í þessu, að hilið milli 1. ops
og miðops er eins og tvítekið.
2) Zugmayer kallar hann Vikhelli, sem mun eiga að vera Vigishellir,
en Yigishelli kallar hann Beinahelli; þetta hefir rnglast fyrir honum.