Skírnir - 01.08.1910, Side 145
Tveir hellar i Hallmundarhranni
337
Bygging þessi er sporbaugsmynduð grjóthleðsla, ekki
*vel hlaðin, um 1 al. að hæð; lengdin er að innanverðu
23 fet, en breiddin er 11 fet.1) Við suðurenda tóftarinnar
•er lítill skápur inn í vegginn, gerður um leið og vegg-
urinn hefir verið hlaðinn. Breidd Vígishellis við tóftina er
um 29 fet og hæðin um 12 fet.
Eggert og Kálund geta um stóra beinahrúgu hér, en
mjög er hún þorrin. — Þessi afhellir, Vígishellir, hefir hing-
að til, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt, verið á-
litinn af öllum, sem honum hafa lýst, lokaður í innri end-
ann eins og botnlangi. Þegar eg rannsakaði afhellana
1903 varð eg þess visnri að svo er ekki. Eg þóttist raun-
ar hafa fullvissað mig um að hann væri luktur að innan-
verðu, er eg skoðaði hann að framanverðu, en þegar eg
svo kannaði afhellana við næsta op (miðopið), sem eru
sömu megin við aðalhellinn og Vígishelli, varð eg þess
var, að eg hafði komist inn í innanverðan Vígishelli aft-
nr, gegnum mjög þröngan gang eða smugu, sem var á
vinstri hönd úr afhellis- eða afhellamunnanum við mið-
opið. Hér var mjög ilt að komast áfram — ekki unt,
nema með því að skríða.2) Það er þó miklu framar en
við smugu þessa að Vígishellir virðist lokast, ef ekki er
vel aðgætt; nokkru innar en í honum miðjum sýnist loft-
ið falla alveg að gólfi, þar er þó rifa á milli, og er hell-
irinn um þessi þrengsli að eins 16 fet að breidd og 2 fet
að hæð í miðju. — Innar verður hann allvíður og hár
aftur og svell á gólfi unz komið er að niðurhruni miklu
og er smugan í gegnum það.
Það er ekki efamál, að hellismönnum hefir verið um
‘) Eg tek það fram af því að eg mældi það og mál mitt kemur
ekki heim við mál Eggerts, 36 og 14 fet.
2) Maður nokkur frá Kalmanstungu var þá með mér og varð hann
hissa á þessu, kvaðst hann ekki vita til, að nokkur maður hefði vitað
um þetta áður, að afhellir þessi væri þannig opinn i háða enda. Ólaf-
ur Stefánsson hóndi í Kalmanstungu hafði fylgt þeim Zugmayer i Surts-
helli sumarið áður (1902) og segir einnig Zugm. þá, að hellírinn lokist
þar, sem aðrir hafa álitið líka að svo væri.
22