Skírnir - 01.08.1910, Side 146
338
TVeir hellar í Hallmundarhrauni.
þetta kunnugt, og gat það komið sér einkarvel fyrir þá,.
að geta forðað sér undan og falist inni í innri hluta Vígis
hellis eða smugu þessari, — eða leitað undan inn í insta
afhellinn t. d., sem heita má innangengt í úr Vígishelli.
Smugan inn úr Vígishelli er að vísu ekki auðfundin
þeim, sem ekki vita af henni. — Eg skoðaði þetta aftur
í fyrra, og í sumar alt með betra ljósi. Eftir rannsókn
mína á Víðgelmi í fyrra hafði mér komið til hugar að
búast mætti við að fyrirhleðslur væru í smugu þessari,
og aðgætti eg það nánar nú í sumar. Fann eg glöggar
leifar af tveim fyrirhleðslum hér; var önnur 125 fet frá
innri munna afhellisins (við miðop Surtshellis), en hin 200
fet. Fyrirhleðslur þessar hafa að sjálfsögðu verið gerðar
af útilegumönnunum og til varnar, annaðhvort til að loaa
þessum innganginum í Vígishelli eða þó öllu heldur til
þess að gera hann enn þrengri og auðveldari að verja.
öll lengd Vígishellis er 600 fet, að meðtöldum insta
hlutanum (frá innri hleðslunni og inn að opinu), sem er
125 fet, svo sem áður var sagt. Þessi kafli er allvíður
og í rauninni sameiginlegur útgangur úr Vígishelli og
insta afhellinum, er þegar skal skýrt nánar frá. Eggert
Olafsson á bersýnilega við þennan kafla með þessum öðr-
um helmingi Surtshellis, sem hann talar um í § 367 (sbr.
og teikningu hans), og segir að mælst hafi 28 skref að
lengd. Insta afhellinn skoðaði eg nú og í fyrra betur
en eg hafði gert 1903; komst eg að raun um, að hann var
miklu lengri, en mér hafði sýnst þá. — Kálund mun ekki
hafa gengið í þennan afhelli, hann getur ekki um hann,
og Zugmayer heflr ekki heldur orðið hans var. Þessi af-
hellir er til hægri handar þá er gengið er inn í hinn sam-
eiginlega afhellamunna við miðopið, rétt við hleðsluna
innri í Vígishelli. Verður þar smuga inn í hann í niður-
hruninu og er hún að eins 7 fet að breidd og um E/2 fet
að hæð. Gólf hans er miklu hærra en Surtshellis sjálfs
og svo er og í Beinahelli 0g Vígishelli. Þessi afhellir er,
eins og eg tók fram, all-langur; eg mældi hann í sum-
ar og mældist hann 300 fet frá botni og fram að hleðsl-