Skírnir - 01.08.1910, Síða 147
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
339
unni, en þaðan er sem sagt var 125 fet fram að miðopi.
Hann er einkennilegur mjög að innan, víða rauður, og
nefndi eg hann því Rauð. Gólfið er fremur slétt og
greitt yfirferðar, lítið hrunið úr loftinu; ekki er hann við-
ur né hár, en þó vel manngengur. Hann er þur og þokka-
legur víðast hvar og hinn viðkunnanlegasti að vera í. I
sumar var hann allur sem gleraður innan af ís Ekki
varð eg þar var neinna mannaverka. —
Eins og kunnugt er, verður ekki komist upp á hraun-
ið né ofan i Surtshelli um miðopið.
I s i n n. Það sem mörgum hefir þótt einkennilegast
og fallegast í Surtshelli eru ísmyndanirnar, sem einkum
er að finna í insta hluta hans. Við opin er allmikill snjór,
skaflar, sem ekki bráðna alveg á sumrin, og fyrir innan
opin er sumstaðar ís, einkum í næstinsta hlutanum. Sömu-
leiðis er ís á gólfinu sumstaðar í afhellunum. Vetrar-
frostin ná all-langt inn og hitinn verður ekki svo mikill
á sumrin, að allur isinn, sem myndast hefir að vetrinum,
nái að bráðna. Bergið í loftinu uppi yfir er ekki vatns-
helt og því myndast tjarnir á gólfinu ofan á ísnum. Innan-
vert við miðopið í næstinsta hluta hellisins hefir um lang-
an aidur verið mikill is á gólfinu og djúp tjörn ofan á
honum á sumrin, sbr. rit þeirra Eggerts og Kálunds. Svo
var og sumarið 1903 er eg gekk í hellinn. I insta hlut-
anum hafa myndast allháar isstrýtur upp frá gólfinu og
sumstaðar háar súlur, er úti við veggina náðu alla leið til
lofts. Þetta er þó auðvitað að eins framan til í insta
hlutanum, svo langt inn sem vetrarkuldi nær. Innar er
nokkurn veginn jafn hiti allan ársins hring og þótt loftið
leki þar allmikið verður ekki vart við ís; — heldur ekki
tjarnir, því að vatnið hleypur niður í gólfið. Eg skoðaði
þessar ísmyndanir 1903 og voru þær mjög svipaðar því
sem Kálund lýsir þeim.
Þegar eg skoðaði Surtshelli i fyrrasumar, varð eg var við
mjög miklar breytingar á ísnum í honum. Hann var yfir-
leitt minni en áður og einkum var það eftirtektarvert, að