Skírnir - 01.08.1910, Síða 148
840
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
hin djúpa tjörn innanvert við miðopið í næstinsta hlutan-
um var með öllu horfin, allur ís bráðnaður og vatnið
hlaupið niður; sömuleiðis var snjórinn við hitt opið á
þessum hlutanum (i insta opinu) mjög lítill, og segir Ká-
lund að hann hafi stundum verið svo mikill, að lokast
hafi fyrir hér. — Yfirleitt var þessi afarlangi hluti hellis-
ins allgreiður yfirferðar, þótt hann væri að visu með mik-
illi urð — niðurhrundu grjóti — á botninum. Hann var
svo fljótgenginn, að birtuna sá miklu fyr en varði úr insta
opi. — ís-strýturnar og -stólparnir í insta helli voru
færri og smærri en áður. Hér var áður gengið upp á
jökulbungu allmikla; nú var fremsti hluti hennar hruninn
að gólfi, en innri hlutinn var enn uppi og var gengt undir
og ofan á; hellirinn var hér því tvilyftur. Vatnið, sem
runnið hafði út af að framan og innan, hafði myndað
mjóar stoðir og stóðu þær eins og súlnaraðir beggja vegna.
Menn munu geta ímyndað sér hve töfrandi fagurt sé inni
hér, þegar skær ljós eru tendruð og alt ljómar, íshvelf-
ingin skínandi björt uppi yfir, þegar verið er á neðra lofti
(gólfi), eða þá hversu einkennilegt sé að standa á þessu
glitrandi hálf-gagnsæja gólfi. Alt glóir og tindrar hér, —
en svartasta myrkur er umhverfis. Og einkum hefir alt
þetta undarleg áhrif á mann, þegar brennandi sólarhitinn
er úti fyrir, — því að hér er svalt eins og geta má nærri.
Olafur Stefánsson í Kalmanstungu skýrði mér svo frá,
að breytingin á ísnum hefði orðið árið 1907; áleit hann,
að hún kynni að hafa stafað af jarðyl, en meiri líkur eru
þó til að árferði hafi valdið.
Myntir. Á vörðunni innantil í insta hlutanum1)
lágu fyrrum nokkrar myntir. Þegar þeir Eggert og Bjarni
rannsökuðu Surtshelii skildu þeir eftir á þessari vörðu
eina hálf-krónu og einn tískilding; höfðu þeir sett lakk
á þessa peninga og innsigli sitt á lakkið. Þegar Hender-
') í mörgum lýsingum á Surtshelli stendur, að i insta hlutanum
sé „víðast mikill halli niður á við“; þetta er hlátt áfram rangt, hér
verður ekki vart við neinn halla nema rétt fremst.