Skírnir - 01.08.1910, Page 149
Tveir hellar i Hallmundarhrauni.
341
son kom þangað 62 árum síðar (1815), fann hann hálf-
krónuna, en tískildingurinn var horflnn. Henderson skildi
þar eftir 4 danskar myntir1) og síðan lögðu margir pen-
inga á vörðuna, en litt þótti þeim þó fjölga þar.
Þegar þeir dr. K. Grossmann og dr. 0. Cahnheim
skoðuðu hellirinn 24. júlí 1892 fundu þeir hálf-krónu Egg-
erts og eina af myntum Hendersons. Höfðu þeir þær með
sér og sýndu i landfræðisfélögunum í Lundúnaborg og Ber-
línarborg, en skiluðu þeim síðan aftur hingað til lands og
eru þær nú nr. 4130 á Forngripasafninu.
Þegar eg kom í Surtshelli 1903 var nýlega (það sum-
ar) búið að taka allar myntirnar úr hellinum heim að
Kalmanstungu og voru þær geymdar þar þá. Síðan mun
hafa lagst niður að mestu að leggja peninga í vörðuna;
þó sá eg þar nokkrar nýlegar danskar myntir í fyrra-
sumar.
II. Víðgelmir.
í Hallmundarhrauni eru auk Surtshellis margir aðrir
hellar að sögn. Þegar eg hafði rannsakað Surtshelli í
fyrrasumar var mér sagt af öðrum helli, er menn nefndu
»Víðgeymi«; var hann talinn mjög langur, en sagt, að
enginn hefði fundið, botn í honum og það væri því
allsendis ókunnugt hversu langur hann væri. Daginn
áður en eg gekk í Surtshelli höfðu nokkrir menn gengið
í »Viðgeymi« og gengið langt inn, en snúið aftur án þess
að finna botn. Hellirinn er skamt frá veginum, sem ligg-
ur yfir Hallmundarhraun, þá er farið er frá Kalmanns-
tungu og yfir í Hvítársíðuna. Þareð eg ætlaði að faraþá
leið og það var krókalaust að kalla fyrir mig að koma í
helli þennan um leið, ásetti eg mér að ganga í hann og
reyna að taka fyrir allar getgátur um lengd hans. Olafur
bóndi Stefánsson í Kalmanstungu og sonur hans fylgdu
mér; hafði Olafur komið að hellinum er hann var lítill
drengur, og hepnaðist honum nú, eftir litla leit, að finna
J) Henderson, Iceland, II. 197.