Skírnir - 01.08.1910, Side 150
342
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
hellismunnann i hrauninu, en hann er skamt frá vestur-
jaðri hraunsins, í beina stefnu frá gilskriðu nokkurri uppi
í hlíðinni, vestanvert við hraunið, og á Kaldadal.1)
N a f n i ð. Áður en eg fer að lýsa hellinum skal eg
fara nokkrum orðum um nafn hans o. fi. Brynjólfur Jóns-
son getur (í Árb. ’04, bls. 16) hellisins, er hann segir að
sé i þessu hrauni »á móts við Fljótstungu« og heiti »Víð-
gemlir«. Hann er ærið langur og all-djúpur, en ekki svo
víður sem af nafninu mætti ráða. Hann hefir engar dyr,
en göt hafa brotnað á hann. Er þar urð undir og má
þar sumstaðar komast ofan«.
Af nafninu má ætla að hér sé um sama hellinn að
ræða og þann, er mér var bent á, og þótt sá hellir sé um
það bil bæjarleið fyrir ofan (landnorðan) Fljótstungu, er
samt ýmislegt í hinni stuttu lýsingu B . J., sem bendir á
að hann eigi við sama hellinn. Br. J. kallar hellinn Víð-
g e m 1 i r, en mér er ókunnugt hvers vegna. Ef til vill
hefir hann vitað að hann var kallaður Víðgelmir, en
álitið það afbökun fyrir Víðgemlir.
I Lex. poet. skýrir Svb. Egilsson orðið gelmir svo, að
það sé afbökun úr g e m 1 i r, sem sé dregið af g a m -
a 11. Hvað sem nú um það kann að vera þá er víst, að
hið upprunalega nafn á hellinum og að því levti hið rétta
er Víðgelmir. Nafn hellisins kemur fyrir í fornu
kaupbréfi, dags. fimtud. næsta fyrir Jóns messu Hólabisk-
ups (= 28. febr) 1398, prentuðu í D. I. III. nr. 520. Kemur
nafnið þar tvisvar íyrir í þágufalli og er skrifað v i d -
g e 1 m i. Er hellirinn (þ. e. o p hans) talinn landa-
merki Kalmanstungu í því bréfi. Til samanburðar við
þetta örnefni má benda á tvö goðafræðisleg örnefni, nfl.
') Nú í sumar athugaði eg hann aftur og mældi með aðstoð sam-
ferðamanna minna, en frásögn sú og lýsing er hér fer á eftir er aðal-
lega um fyrstu ferð mína í hellinn og á henni hygð. — I blaðinu
„Reykjavík“ XI. 18 (23. IV. 1910) er og grein eftir J. P. og mun gr.-
höfundur sá hafa farið i hellinn nokkru síðar eða um veturinn eftir.