Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 152
344
Tveir hellar i Hallmandarhrauni.
niður á löngum kafla nálægt öðrum enda hellisins. Verður
hér því stór gjá í hraunið, eða öllu heldur dæld, því að
svo er hún breið, og hellir til beggja enda, en þverhníptir
hamrar til beggja hliða. Er þó einstigi niður hamrana á
einum stað að vestanverðu, og hafa verið myndaðar sem
tröppur í bergið einhvern tíma í fyrndinni, svo að hér
verður komist upp og ofan, enda er það nauðsynlegt, ef
t. d. þarf að bjarga fé upp. Hellismunnarnir að land-
norðanverðu og útsunnanverðu í gjánni eru afar-víðir og
háir og stórhrikalegir.
Útsuðurhlutinn (aðal-hellirinn). Fremst í suður-
hellinum er geysihá hvelfhig og gluggi á; er þetta sem
eins konar fordyri. Is og snjór er á gólfi og klettaklung-
ur, er hrunið hefir úr loftinu uppi yfir. Brátt verður fyrir
hár þverpallur, er gengt upp á hann og eftir honum að
framan á dálitlu þrepi. Bil er ekkert milli hans og lofts,.
og var nú sem lokaðist hér hellirinn. Hægra megin við
þverpallinn urðu þó dyr, þröngar og heldur lágar, og tók
nú við mjór og myrkur gangur. Eg hafði í bæði skiftin
ágætt ljósáhald — acetylen-ljós, sem er áreiðanlega hið
bezta í alla staði til þess háttar rannsókna. Gangur þessi
var fremur þröngur, en þó vel manngengur, um 200 fet
að lengd.
Þvergarður. Á botninum var allmikið grjót, og
við nánari athugun sást brátt, að það hafði verið saman-
borið í garð um þveran ganginn framan til. Aliur var
garður þessi hruninn eða rifinn niður aftur. Þegar innar
kemur úr ganginum víkkar hellirinn brátt mjög mikið,
milli veggja er víðast um 30 fet; um 100 faðma frá inn-
gangi er víddin 23 fet á kafla; víða meira innar. Hæðin
er geysimikil, þar sem ekki var niðurhrun á gólfi, viðlíka
og t. d. í háhvelfdum kirkjum erlendis.
Ismyndir. Brátt komum við að óbráðnum is, og
var á þessu svæði, sem var all-langt, mjög einkennilegt
umhorfs. Isstrýturnar á hellisgólfinu komu i ljós hver af