Skírnir - 01.08.1910, Page 153
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
345
annari, flestar með svipaðri lögun eða líkar í vexti, en
mjög misháar. Þar sem þær stóðu þarna í myrkrinu,
keikbeinar, grafkyrrar og eins og hálf-gagnsæjar, þegar
ljósið glampaði á þær, líktust þær mjög sumum anda-
myndum andatrúarmannanna; þær voru öldungis eins og
hjúpaðar manneskjur, mótaði vel fyrir hálsi og herðum á
þeim flestum. Ein var allra þeirra stærst, stóð úti við
vegginn vinstra megin og var þó bil á milli; nún náði
þar til lofts. Menn geta gert sér í hugarlund þá einkenni-
legu sjón, er fyrir augun bar, er við vorum þarna inni í
miðjum hópnum; hér var sem eins konar lif, — en þó
var alt svo dautt, svo dautt, ekkert heyrðist nema dropa-
fallið. — Við gengum áfram; ísinn hætti, því að lengra
náðu ekki vetrarfrostin; hér fyrir innan mun ætíð jafn
hiti, hversu kalt eða heitt sem úti fyrir er.
G ó 1 f i ð. Sumstaðar var gólfið slétt að kalla, en þó
mjög hrjúft, eins og smágert hörzl eða grjótfroða á því;
sumstaðar smá steinblöðrur, er óðar brotnuðu þegar stigið
var á þær.
Steinstrýtur og steinstengur. — Sumstaðar
stóðu steinstrýtur upp úr gólfinu úr samskonar steini, grá-
grýti (dolerit), en blágráar og mjög þéttar að utan, og
báru mjög af öðru grjóti; þær höfðu myndast af allmörg-
um dropum af bráðnum hraunsteini, sem dropið hafði nið-
ur af brúnum út úr veggjunum eða alla leið ofan úr lofti,
og munu hafa myndast eftir að hellirinn sjálfur var storkn-
aður. Ef til vill hefir bráðið grjót úr nýju hraunflóði lek-
ið í gegnum. Þessar strýtur voru misstórar; eg sá eina,
sem mun hafa verið um 50 sm. á hæð og um 5 sm. að
þvermáli. — Úti í dálitlu skoti sem var í vinstra veggn-
um á einum stað, stóð sem »gamalt goð á stalli« ein slík
strýta eða steinhraukur, um 60—70 sm. að hæð á að gizka
og um 30—50 sm. að þvermáli. — Á brúnum og syllum
héngu langir drönglar og fram með veggjunum lágu þeir
í röðum á hellisgólfinu, þeir sem dottið höfðu niður, sí-
valir teinar um 30—40 sm. þeir lengstu, er eg sá, og um