Skírnir - 01.08.1910, Page 154
346
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
6—8 mm. að þvermáli flestir. — Alt var hér mjög hreint
og þurt og öldungis ryklaust. Loftið viðkunnanlegt, dá-
litið svalt. Við höfðum nú gengið lengi og haldið allvel
áfram. Við komum hvað eftir annað að niðurhruni; þau
voru sem dálitlir hólar af stórbjörgum á gólfinu; við
klöngruðumst upp og væntum oft, að nú myndum við ekki
komast lengra, því sum af niðurhrununum náðu því nær
til lofts. En jafnan er við vorum komnir yflr eitt niður-
hrunið tók við slétt gólflð og ávalt var hellirinn hinn
sami, virtist því nær beinn og krókalaus, hár og víður.
Óhætt var að halda áfram, hér voru fáir og smáir afkim-
ar og engir afhellar, — nema. þeir séu þá út úr veggj-
unum hærra uppi. — Á einum stað við vinstra vegginn1)
var dálítill afkimi eða bogi út úr, en opinn inn í aðal-
hellinn í báða enda, um 100 fet að lengd. Við höfðum
nú gengið 3/4 stundar og tókum að furða okkur á lengd
hellisins. Framar í hellinum höfðum við orðið varir þess,
að menn hefðu verið þar áður, en nú vorum við fyrir
löngu hættir að sjá nokkur þess konar vegsummerki. Á-
fram, áfram, botninn vildi eg flnna í þessum ómælandi
undrageim. Brátt komum við þar, er hellirinn fór að
ganga saman, þó var hann vel manngengur, og niðurhrun
^engin. Á einum stað stóð hér undir lofti stoð harla mikil,
og voru gangar beggja vegna. Var stoð þessi ekki há,
en allmargir faðmar að ummáli. Við héldum enn rak-
leitt áfram, því að gólflð var greitt yfirferðar og bar ekk-
ert sérlega nýstárlegt fyrir augun. —
Botn. Loksins, um 113 föðmum fyrir innan stoðina,
tók loftið að hallast og hallaði því nú alveg ofan að gólfi.
Hér var botninn. Heila klukkustund og 5 mín. betur
höfðum við gengið. Ekki sá eg hér þess nein vegsum-
merki að menn hefðu hingað komið áður, nema ef vera
skyldi nokkra steina, er virtust hafa verið lagðir af manna
höndum svo sem þeir lágu, en ekki hafa lagst svo af
') Um 480—500 faðma frá inngangi.