Skírnir - 01.08.1910, Page 156
348
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
uð, — en þó var hún ekki eins mjó hér og hún var inn-
an til, því nú vissi eg að þetta var alt sama smugan. Sá
eg hér inni eina hleðsluna enn og þar svo stóran stein,
að mig furðaði mjög á, að unt hefði orðið að koma hon-
um þangað inn; — og það var þó bersýnilegt, að hingað
var hann kominn af mannavöldum, — og það þá auð-
vitað þeirra manna, er áttu líf sitt að verja. Hér var
ekki um að villast, maður eða menn fleiri en einn hafa
lagst út í hellirinn, hlaðið vígisgarða fyrir ganginn, svo
að hægra yrði þar til varnar, ef að yrði sótt að utan, en
marghlaðið upp í smuguna svo að ekki þyrfti að verja
hana á annan hátt. Hún var of mjó til þess að hafa þar
útgang og inngang, enda torvelt að komast upp úr henni
á pallinn, — en á hinn bóginnn gátu óvinirnir skriðið þar
inn, ef hellisbúi átti öðrum að mæta á ganginum.
Eg skal taka það fram, að það mun allsendis ókunn-
ugt hver hér hafi lagst út,1) og engin munnmæli munu til
um það lengur.
Landnorðurhlutinn (skúti). Við fórum síð-
an í landnorðurhellinn. Hann var afarhár og víð-
ur. — Svell var yflr alt gólflð og allmikið vatn
ofan á því, — það sem bráðnað hafði um sumarið.
örskamt var inn að botni, að eins fáeinir faðmar. — Það
kom þannig í ljós að hellisopið, þessi stóra gjá eða dæld,
hafði myndast á þann hátt, að hvelfingin yfir hellinum,
sem hér hefir verið afarvíður, hefir brotnað niður að mestu
leyti; hefir það orðið í jarðskjálfta eða af þvi að nýtt
hraun ruddist ofan á og braut niður hvelfinguna, — þó
ekki þegar er það kom, heldur eftir að það var storknað.
Hér er þvi ekki nema um einn helli að ræða í raun og
veru, þegar svona er litið á.
Hellirinn friðhelgur. Vegna þeirra fornu
mannvirkja, sem frá var sagt í Víðgelmi, verður hann
settur á fornleifaskrá og friðaður allur lögum samkvæmt;
') Sbr. þó Vatnsdælu kap. 41 (Fornsögur, Leipzig 1860, bls.
66, 1. 4-5).