Skírnir - 01.08.1910, Page 157
Tveir hellar i Hallmundarhrauni.
349
má hér því ekki hagga neitt við neinum mannaverkum,
en vonandi er að þeir, sem ganga kunna í hellinn, geri
sér far um að hagga heldur ekki við hinum einkennilegu
verkum náttúrunnar hér, t. d. isstrýtunum, steinstrýtunum
og steinteinunum. — Vilji menn taka eitthvað með sér til
minja af þessum steinum, ættu menn ekki að brjóta þá
af sem fastir eru, heldur taka þá lausu, sera nóg er líka
af Verði nokkur brögð að því, að hér verði gerðar
skemdir á, má auðveldlega loka hellinum með kostnaðar-
litlum útbúnaði í ganginum. Líklegt er að feröamenn
ýmsir erlendir, er hingað koma til lands, þykist eiga er-
indi hingað, og mætti ætla að margir Islendingar kuuni
að finna löngun hjá sér til að skoða helli þennan ekki
síður en Surtshelli, þó ekki sé hann enn svo frægur orð-
inn. Eg tel það nær vafalaust, að Víðgelmir muni vera
eins langur og Surtshellir. I fyrra sumar hafði eg þvi
miður engin hentug mælingaráhöld með mér til að mæla
lengd Víðgelmis. Eg mældi hann í sumar með línu, sem
var 50 fet að lengd og var útsuðurhellirinn 81 umferð með
henni, en hún styttist er koin í vatnið framan til; með
ágizkun komst eg þó að þeirri niðurstöðu að hann muni
vera um 660—70 faðmar. Miklu er Víðgelmir fallegri og
viðkunnanlegri allur að vera í en Surtshellir, og meira
að sjá hér af einkennilegum náttúrumyndunum.
Notkun hellisins. Væri hellir þessi, þessi
sjálfgjörða, mikilfenglega og í alla staði trausta bygging
náttúrunnar, nær höfuðstað landsins t. d., eða að minsta
kosti nær sjó, mætti hún koma að góðum notum með til-
tölulega litlum umbótum og útbúnaði, t. d. sem »kata-
komba« fyrir legstað helztu manna hér á landi o. fl. —
Rúmið er óþrjótandi að kalla. En búast má við að ak-
vegur komi fram alla Hvítársíðu áður en mjög langt líður
og verður þá hægt að gera akveg að hellinum alla leið.
Inni í hellinum er nóg efni og gott til þess að gera úr
steinkistur og önnur minningarmörk. — Hversu mikilsvert
hefði það ekki orðið fyrir oss nú og jafnan, ef sá siður