Skírnir - 01.08.1910, Page 158
350
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
hefði verið tekinn upp, t. d. þegar á söguöldinni, að búa
veglega um lík mauna i þessum eða þvílíkum stórhellum
á landi hér. Hvað vissi heimurinn um hina stórmerku
menningu Forn-Egipta, ef þeir hefðu söktlíkummerkismanna
sinna niður í moldina og falið þá fúanum og gleymskunni?
Þessir tveir hellar, hið undurfagra landslag í Kal-
manstungu (niðrí tungunni og á Tungufelli) og niður með
Hvítá beggja vegna, ætti að vera nóg til að leiða ferða-
mannastraum upp um Borgarfjörðinn. Þar eru og margir
hverar, margir merkisstaðir, t. d. Reykholt o. fi. o. fl. En
brúa verður Hvítá hjá Völlum og það sem fyrst, enda er
það ekki ýkja torvelt, þvi að þar er á klöppunum hið
ágætasta brúarstæði.
M y n d u n V í ð g e 1 m i s. Enda þótt eg sé ekki jarð-
fræðingur vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum að
lokum um myndun Víðgelmis. Eins og eg hefi tekið fram
hefir hann breyzt nokkuð frá þvi er hann varð til í fyrstu:
Stórt op hefir myndast á loftið, nálægt efri endanum, við
það að loítið hefir fallið þar niður og liggur nú brotið á
hellisgólfinu; á mörgum öðrum stöðum hefir fallið meira
og minna niður úr hellisloftinu og liggur það grjót nú í
hrúgum á hellisgólfinu; mjög víða hefir bráðinn hraun-
steinn sigið niður í gegnum hellisloftið og myndað smá
flóð eða læki á gólfinu, sumstaðar lekið niður i hálfstirðn-
uðum dropum, sem hlaðist hafa upp á gólfinu og myndað
strýtur; þykkur og hálfstirðnaður seig steinninn niður sum-
staðar að lokum og stirðnaði í löngum stöngum; sumstaðar
seig vatn niður gegnum loftið, og á vissu svæði framan
til náði það að frjósa á vetrum og vatnsdroparnir mynd-
uðu ísstrýturnar likt og steindroparnir steinstrýturnar.
Loks komu menn í hellinn og gerðu þau mannaverk,
sem á var minst hér að framan. Áður en þessar breyt-
ingar urðu á, var hellirinn allur eins og hann er enn á
þeim köfium þar sem einskis þessa er vart, allvel sléttur
innan en þó mjög hrjúfur og gljúpur. Það er bersýnilegt
að hellirinn er engin rifa eða sprunga, sem orðið hafi