Skírnir - 01.08.1910, Page 159
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
351
neðanjarðar eða hraunflóð lukt yfir. Það er og bersýni-
legt, að hér hefir ekki verið fljótandi steinn er svo hafi
fengið útrensli og svo orðið tóm eftir; nei, hér mun ekki
hafa runnið neitt fljótandi hraun um eins og Þorv. Thor-
oddsen álítur að hafi átt sér stað í Surtshelli eftir að hann
var myndaður. Víðgelmir er eins og steyptur utan um
eitthvað, sem síðan hefir horfið á braut, en hvað hefir það
verið? Það getur ekki verið annað en vatn eða réttara
sagt vatnsgufa. Hvernig stóð þá á henni?
Áður en hraunið rann niður þennan dal, sem er hér á
milli tungunnar (Tungufells) og hæðadraganna fram af
siðunni hins vegar, rann hér stór á, — og rennur enn:
Norðlingafljót, en áður en hraunið rann, hefir það verið
búið að grafa niður gljúfur hér. Þegar hraunflóðið streymdi
niður dalinn, brauzt það fram með fljótinu og yfir það í
gljúfrunum, en vatnið komst ekki undan, steinleðjan kró-
aði það inni á stuttum eða löngum köflum, hljóp yfir það,
rann niður með hömrunum og niður á botninn og breytti
vatninu þegar í gufu, en öll gufan komst ekki út strax
og nokkuð sat eins og harður kjarni innan í hraunleðj-
unni, sem svo storknaði utanum; gufan lætur ekki una-
an. Alt hefir þetta gerst í einni svipan. Hafi hraunið
runnið um vetur, er fljótið var frosið í gljúfrunum verður
þessi myndun enn skiljanlegri. Síðan storknaði stein-
leðjan og gufan kólnaði líka og varð að vatni, sem
seig niður í gegnum steininn. Steypukjarninn var horf-
inn og tóm, — hellirinn —, eftir í storknuðu hrauninu.
Á þennan hátt munu margir hellar hafa myndast í hraun-
inu og eg ætla að Surtshellir hafi og myndast á þennan
hátt upprunalega. Ásigkomulag Víðgelmis að innan virð-
ist mér aðallega styrkja þessa skoðun mína á hellismynd-
uninni. — Síðan hefir að líkindum runnið nýtt liraun yfir
og þá hafa steinstrýturnar og stengurnar myndast og þá
hafa niðurhrunin orðið og opið myndast, sem einnig hefir
getað myndast í landskjálfta. Eftir að opið var komið á,
fór kuldinn, sem komst inn fratnan til, að mynda þar ísinn
úr vatninu, er stöðugt sígur niður í gegnum hellisloftið.