Skírnir - 01.08.1910, Page 163
Þrjú bréf
Jónasar Hallgrímssonar til Þórðar Jónassens*).
Eskifirði 18. Okt. 1842.
Hæstvirti
elskulegi herra Assessor !
Hjer er nú loksins kominn snjór og harka og harðviðrið tefur
okkur að komast af stað. — Okkur ! því jeg er nú líka ferðbúinn
til Hafnar eins og dauðu sauðirnir og fer bráðum að kveða gömlu
vísuna mína: »Sjónum spanska út í enn er eg granska, bróðir«.
Nú held jeg komi einhvur landlísing; allan skjækilinn er jeg búinu
að sjá að minnsta kosti, nema eitthvað af Lánganess-ströndunum
og ellefu kistur fullar af grjóti flit jeg nú loksins með mjer sjálf-
um þegar jeg skii við ferðina. Hún hefur annars verið nokkuð
harðsókt í sumar, enn guði só lof, mjer tókst að koma af öllu
ætlunarverkinu, og hafði ofaníkaupið tíma til að lappa skrokkinn á
mjer með aðstoð Beldrings míns, svo hann er nú í góðu lagi, álíka
og Vídalíns postilla sem Þórarinn á Brekku hefur níbundið, og
vansjeð nema hann kunni að endast stundarkorn enn, »alle mine
Fjender til Frygt og Bævelse«.
Best er að jeg að lokinni ferð gjet ekki annað enn verið sæmi-
lega ánægður með starf mitt og það sem ágjeíngt er orðið; ham-
ingjan gjefi það gjeti að því skapi komið landi voru og vísindun-
um til nota.
Jeg vonast eftir — þó þú sjert pennalatur, að sjá frá þjer
línu með póstskipinu. Segðu mjer bara frá því sem þú heldur jeg
vilji helst vita, um landsins hagi first og fremst, og svo ef það
væri eitthvað illt eða gott sem snertir sjálfan mig. — Hvað líður
t. a. m. bóklegum firirtækjum siðra þar ? hvað er talað um al-
þíngið og skólann og annað gagn landsins og nauðsinjar? Verslun-
ina &c.? Brauðaveitingarnar! er jeg búinn að fá mörg brauð? farðu
*) Lbs. 202 fol. — Útg. Þorleifur H. Bjarnason.