Skírnir - 01.08.1910, Side 165
Þrjú bréf Jónasar Hallgrimssonar.
357
Þetta held jeg verði nú að vera nóg vetrarlángt. Jeg skildi
raunar hafa skrifað þjer ögn meira, enn í þessu augnabliki fjekk
jeg boð frá Hauch, og má líkíega vera hjá honum alt kvöldið. Það
er nógu gaman þegar maður vill rjetta sig upp, að gjeta firirhitt
aðra eins menn og Hauch og Ingemann og vera ætíð boðinn og
veltekinn.
Eg bið að heilsa á K r ó ti a — svona á það að vera; þú manst
við höfðum talað um hvaða endurbætur þirfti að gera við Klúbbinn.
Þegar Briem fór heim í sumar var mjer illt í fingri, svo jeg
gat ekkjert orð skrifað; en eg sendi þá með honum Robert og
franska Lexiconið til Biblioteksins, en Faber varð eptir (Isl. Fische).
Þið skuluð fá hann að vori, það munu ekki margir spurja um hann
hvurt sem er.
Þegar þú skrifar að Reikholti, þá berðu kjæra kveðju mína
föður þínum sjerílagi, og heilsaðu sömuleiðis vinsamlega heim til
þín sjálfs.
Bardenfleth biður að heilsa og segist nú vera að leggja sig
eftir íslensku, lifðu vel.
Þinn
J. Hallgrímsson.
Kaupmannahöfn 21. April 1845.
Elsku vinur minn góður!
Mjer er sagt að skip sje að fara heim rjett í þessu, og fljti
jeg mjer því að þakka þjer fyrirfram tvö ástsamleg brjef, en jeg
skal þakka þjer bæði betur seinna. Jeg er sem stendur staddur
hjer á skrifstofu fulltrúa vors, og hefi — eins og þú getur nærri
æði uauman tímann. Mjer líður nú loksins, guði sje lof, sæmilega
vel til heilsunnar; mjer er batnað allra meina minna, nema ein-
hvurrar agnar af Hypokondrí — bríngsmalaskottu — eða hvað það
heitir, draugurinn sem ásækir svo margan Íslendíng. Jeg er sæmi-
lega feitur og þokkaleg skepua, en miður klæddur og óburgeislegri,
enn jeg ætti skilið að vera.
Jeg hef skilað kveðju þinni til Steenstrups; honum líður vel,
nema hvað blóðið sækir stundum á höfuðið. Danir eru nú að slokna