Skírnir - 01.08.1910, Side 167
Ritfregnir.
fslenzk þjóðlög. Safnað hefir Bjarni Þorsteinsson. Gefin
út á kostnað Carlsbergssjóðsins. Kliöfn 1906—09.
Þá er hiS mikla þjóðlagasafn séra Bjarna á SiglufirSi komið
út, á 10. hundraS blaSsíður í stóru 8 blaða broti, — þetta safn,
sem séra Bjarni hefir verið að vinna að í meira en 20 ár, og safnað
til bæði utan lands og innan. 011 sú elja og ástundun, sem hór
hefir verið starfað með, er blátt áfram aðdáanleg. Líklega hefir
ekki einu sinni séra Bjarna sjálfan dreymt fyrir því, að svo mikiS
væri til af ísl. þjóðlögum, er hann byrjaði á þessu verki, enda
allar líkur til, að hór sé samankomið á einn stað það sem til er
af þvl tægi. Manni dettur í hug, hvort ekki hefði mátt fella eitt-
hvaS burt af öllu þessu, sem hór er tínt til, heildinni að skað-
lausu, — og eins dettur efagjörnum sálum í hug, hvort sóra Bjarni
dragi ekki fullmikiö inn undir hugtakið »íslenzk þjóðlög«, eða með
öðrum orðum telji ýmislegt með til íslenzkra þjóölaga, sem ekki
er það í raun og veru (t. d. lögin úr bók Laubs organista, ýmis
af sálmalögunum gömlu, meginið af kaþólska kirkjusöngnum). Um
það skal engu spáð, hver áhrif safn þetta muni fá á sönglíf íslend-
inga á vorum dögum. Naumast verSur alment fariö að taka upp
»gömlu lögin«, þótt einkennileg sóu sum þeirra. Heldur væri það,
aS rímnakveðskapurinn lifnaði við aftur að einhverju leyti. En
hvað sem þessu líSur, þá á séra Bjarni skilið miklar þakkir fyrir
verk sitt og óskum vór honum þess, að hið miala safn hans megi
fá sem beztar viðtökur utan lands og innan hjá þeim, sem vit
hafa á hlutunum og þekkingu til aS dæma um verkið meiri en
sá, er þetta ritar.
J. H.