Skírnir - 01.08.1910, Síða 170
362
Ritfregnir.
ritgjörðin í Minningarritinu. Ritgjörð þessi hefir mikinn fróðleik
að geyma og getur orðið til mikils stuðnings síðarmeir fyrir þann,
er skrifar sögu íslenzku kirkjunuar vestan hafs. En hún er nokk-
uð beinagrindarleg á köflum, eins og slík yfirlit verða oft, þegar
höfundarnir vilja sem minst leggja til frá eigin brjósti, en láta sér
.nægja að rekja viðburðina í róttri tímaröð. Frásögn þessi virðist
þá og vera mjög óhlutdræg, og er það í alla staði lofsvert. Loks
eru þar tvær æfiminningar manna, sem prestsþjónustu hafa haft á
hendi meðal Vestur-íslendinga áður en kirkjufélagið kom til sög-
unnar, þeirra Páls Þorlákssonar (f 1882) og Halldórs Briem (nú
bókavarðar í Rvík). Hefir séra Jón B. ritað æfisögu hins
fyrnefnda, en sóia Fr. Hallgrímsson hins síðarnefnda. Mörgum
kynni að vera forvitni á að sjá æfisögu sóra Páls. Sem kunnugt
er voru þeir sóra Páll og sóra Jóu mjög ólíkra skoðana í trúmál-
um, meðan báðir störfuðu saman, og deilan, sem sóra Jón átti í við
hann, einhver hin langsnarpasta, sem sóra Jón hefir átt í um dag-
ana. Lítilsháttar er vikið að þeim trúmálaágreiningi í æfisögunni,
en ekki farið neitt verulega út í það mál, enda skoðanamunurinn
líklega minni nú en þá, hvað' séra Jón snertir.
Minningarritið flytur meðal annars myndir af öllum þeim
mötmum, er einhvern tíma hafa haft á hendi prestsþjóuustu innan
kirkjufólagsins, og eins prestunum tveimur, er störfuðu meðal ís-
lendinga áður en fólagið var stofnað. Ný mynd er þar af séra
Jóni, nú gráum fyrir hærum.
Yfirleitt er minningarritið hin eigulegasta bók.
J. H.
.Tón Trausti: Heiðarbýlið. Þriðji þáttur: Fylgsnið. Rvík
1910.
Sagan af »Heiðarbýlinu« lengist. Eitt bindi á ári. Þrjú kom-
in, og fjórða í vændum.
Eg man hve fallegur mór þótti »inngangurinn« — ljóðþýður
lofsöngur um heiðalöndin, og þó hljómmikill og tigulegur. Eflaust
er hann einn hinn fegursti þáttur sem ritaður liefir verið um ís-
lenzka náttúru, í sundurlausu máli. Hann talaði um þá sem bygðu
heiðabýlin, sem nú eru f eyði. Þeir voru landnámsmenn. Og les-
andann grunar, að höfundur er sjálfur fullur af eldmóði landnáms-
mannsins. Hann ætlar að nema nýtt land fyrir íslenzkar bókment-
ir, lýsa lífi heiðarbúanna, sem hin skáldin hafa ekki heimsótt. Það