Skírnir - 01.08.1910, Síða 172
364
Ritfregnir.
Hægstad, M., og Torp, A.: Gamalnorsk ordbok med ny-
norsk tyding. Kria 1909. Det norske samlaget.
Odír og handhæg orðabók ifir fornmálið okkar, bæði íslenskt
mál og norskt. Sjálf orSabókin kostar aSeins 6 kr. 40 a., enn þeir
sem vilja geta fengið meb' henni mjög fróSlegt filgirit, sem kostar
1. kr. Bókin er að mestu útdráttur úr hinum eldri orðabókum og
sleppir þeim tilvitnunum í fornrit, sem áður eru bókfærðar. Sum-
staSar er þó bætt við orSum eða þíSingum orSa, sem ekki standa
áSur í orSabókum, og filgir því þá tilvitnun. Bókin er samin með
mikilJi vandvirkni, eins og við var að að búast af höfundunum.
Hjá villum verður ekki með öllu komist í orðabók, og þær eru og
nokkrar í þessari. T. d. þíöir orðið átrúnaðarmaður ekki
»maður sem trúir á einhvern«, heldur »maður sem trúað er á« (sbr.
átrúnaðargoð 1 n/ju máli); dumbi og dumbr stafr
þíðir ekki »bókstaf« alment, heldur s. s. littera muta á latínu;
koróna er að minni higgju röng mind firir k ó r ó n a, og mart.
fleira mætti telja. En fátíðar eru þó villur í bókinni og stafa oft-
ast frá eldri oröabókum. Allar þíðingar eru á norsku alþíðumáli,
og er bókin góð leiðbeining við lestur fornrita firir alla þá Islend-
inga, sem það mál skilja, og mesta þing firir þá, sem vilja vita,
hvað það og það íslenskt orS er á nínorsku.
í filgiritinu segir Marius Hægstad sögu norræns og íslensks
máls fram að 1350, og því næst ritar Alf Torp um afleiðslu orða í
norrænu og íslensku. Báðar þessar ritgjörðir eru mjög fróðlegar
og sjerstaklega bætir hin síðarnefnda úr brínni þörf.
Oviökunnanlegt og ónákvæmt í meira lagi er það að kalla þá
orðabók »gamalnorska«, sem tekur allan þorra efnis síns úr íslensk-
um ritum. Stafsetningin á bókinni er og í öllu verulegu íslensk, og
er það ekki í sem bestu samræmi við titilinn. Og óþarfa sjerviska
virSist það vera, að hafa þ ekki í siuni vatialegu staf'rofsröð, heldur
næst á eftir t.
B. M. Ó.
Macody Lund, Fr.: Norges ökonomiske system og værdi-
forhold i middelalderen (Skrifter udgivne af Videnskabssel-
skabet i Kristiania 1908. II. Hist.-filos. Klasse. Nr. 1).
Stórmerkileg bók, sem reisir upp verðlags-fræSi Noregs aS fornu
á níjum og traustum grundvelli. Með áSdáanlegri skarpskigni tekst