Skírnir - 01.08.1910, Síða 173
Ritfregnir.
365
höfundinum að greiða úr þeim mörgu flóknu ráðgátum, sem hór
verða á vegi fræðimansins og staðið höfðu firir rjettum skilningi á
fjárlagi Norðmanna.
I Noregi var verð allra hluta oftast miðað við smjörverð og
kornverð, sjaldnar, eins og hér á landi, við vaðmálsverð og naut
penings. Áður hjeldu menn, að verðlag á korni og smjöri hefði
verið nokkurnveginn hið sama um allan Noreg, en höf. sínir með
ljósum rökum, að verðlag á þessum vörum var mjög svo mismun-
andi í fmsum hjeruðum eftir landgæðum, eins og eðlilegt er. I bestu
kornhjeruðunum var kornið mjög ódírt í samanburði við smjörið,
svo að sumstaðar mátti jafnvel kaupa 15 merkur af korni firir 1
mörk af smjöri. Aftur var kornið hjer um bil jafndirt smjöri í
nirðstu hjeröðum landsins og til fjalla, þar sem lítil eða eugin korn-
irkja var, og fjekst þar ekki meira en rúmlega 1 mörk af korni
firir 1 mörk af smjöri, líkt og var hjer á landi til forna. Þessi
rnikli verðmunur í ímsum hjeruðum stafar ai.ðvitað meðfram af því
að sarogöngur allar vóru erviðar í svo stóru limdi, svo að milli
flutningar milli hjeraðanna og verslunarviðskifti gátu ekki jafnað
verðmuninri. Með mikilli firhöfn og miklum skarpleik tekst höf. að
sína í stórum dráttum, hve dírt kornið var móts við smjörið í hverj-
um landshluta firir sig um allan Noreg, og filgir bókinni tafla um
það efni. Mart fleira er á bókinni að græða, sem hjer irði of langt
að telja, og er hún ómissandi firir hvern þann, sem fæst við fjár-
lag til forna, eigi aðeins í Noregi heldur og á Islandi.
Á niðurlagi bókarinuar sjest, að rannsóknir höfundarins um
þetta efui eru ekki enn til likta leiddar, og vildum vjer óska, að
honum gefist færi á að halda þeim áfram, og að vjer fáum sem
first frá hans hendi fullkomið ifirlit ifir alla verðlagsfræði Noregs.
B. M. Ó.
Rannsóknir um örnefni á Norðurlöndum.
Ollum, sem vit hafa á, ber saman um, hvílíkur fjársjóður er
fólginn í örnefnum í hverju landi sem er. Þau hafa oft að geima
ævagömul orð, sem annars eru gleimd firir löngu, og oft varpa þau
björtu ljósi ifir líf og siðu feðranna. í riti mínu um kornirkju á
Islandi að fornu í síðasta hefti Búnaðarritsins hef jeg bent á íms
dæmi, er sína þetta og sanna, að því er snertir íslensk örnefni.
Frændþjóðir vorar á Norðurlöudum hafa opin augun firir þessu, því