Skírnir - 01.08.1910, Síða 176
:368
Kitfregnir.
stóku kvæða. Og það er þessi liður verkefnisins, sem honum er
fyrir mestu. Hann leiðir rík rök að því, að hetjuljóðaskáldin hafi
engan veginn talið það hlutverk sitt að halda fornsögnunum á lofti
óröskuðum. Ekki svo að skilja, að þeir gerbreyttu meginatvikum
sagnanna. En þeir leyfðu sér að laga þær í hendi sér, fella úr,
skjóta inn í, varpa yfir atvikin mismunandi blæ, gleðibrag eða
sorgar, í samræmi við skáldeðli sitt eða eftir því sem þeim horfði
hugur við í svipinn. Hver um sig tók þau efnisatriði sagnarinnar
til meðferðar, er svöruðu best tilgangi hans, og sneið þau að vild
eftir þeirri grundvallarhugsun, er fyrir honum vakti, og því út-
syni, er hann valdi sér. Atriði, sem einn hafði drepið stuttlega á,
tók annar upp, færði það út í álfur og skapaði úr því nýjan efnis-
þátt (sbr. bls. 138—40: Orðin »gnapir æ grár jór of
grami d a u ð u m« í »Brot« geta af sér frásögn Guðr.kv. II um
heimkomu Grana og harm Guðrúnar, og sú lýsing verður aftur til-
efni til efnisumgerðarinnar í Guðr. I). Eða honum þótti hallað
um of á einhverja söguhetjuna og tók sór því fyrir hendur að gera
grein fyrir eðlisfari hennar og athöfnum eftir sínu skapi og skiln-
ingi (sbr. Guðr.kv. I—Helreið). Og stundum velur skáldið nafn-
kendar sagnhetjur til þess að bera uppi yrkisefni, sem honum
liggur á hjarta, þótt það sé þeim allsendis óskylt (sbr. Óðinshefnd-
in og lausn valkyrjunnar í Sigrdrm. og Helr.). Alt þetta gerðu
skáldin án þess að hirða vitund um það, hvort nýungar þeirra
kæmi heim vjð aðrar frásagnir um sömu mennina. Þannig æxlaðist
hvert Ijóðið af öðru, sagnirnar auðguðust að afbrigðum og hver
bálkurinn fléttaðist jafnvel inn í annan eða dró dám af honum;
einkum virðast Helgakviðurnar að hafa litað mjög frá sér. Það
er ekki fyr en líða tekur að þeim tíma, er kvæðin eru skrásett, að
skáldin fara að leitast við að koma á samræmi milli sagnliðanna
og skapa úr þeim söguheildir í stað þess að yrkja út af einstökum
atvikum. — Af þessu leiðir, að það er ekki alls kostar réttur dóm-
ur, sem löngum hefur kveðið við um þessi skáld, að þau sé að vísu
skarpskygn á sálarlíf manna, en fátæk að ímyndunarafli og bundin
á klafa í meðferð sinni á sögnunum. Sjálfstæð efnismeðferð er
einmitt eitt af aðaleinkennum þeirra. Það er því röng rannsóknar-
aðfarð, þegar um hetjusagnirnar er að ræða, að fara að eins og
samanburðarmálfræðingar, er ráða af myndum orðanna í hinum
ýmsu málum, hvernig frumgervi þeirra hafi verið. Það er ónytja*
verk að vera að strita við að skeyta saman í eina heild frásagnir
ýmissa kvæða um sömu sagnhetjurnar, — nema þá í stórum meg-