Skírnir - 01.08.1910, Page 184
Frá útlöndum-
Rússai' innlima Finnland.
Það hefir gerst nú í aumar. Rússakeisari lagði fyrir Dúmuna í vorr
sem leið, frumvarp þess efnis, að svifta Finnland sjálfstæði. Frum-
varpið mætti mótstöðu innan rússneska þingsins, en stjórnin fylgdi
því fast fram og rak mjög á eftir, að því væri sem mest flýtt, og
fór svo, að það var sarnþykt með miklu meirihlutafylgi. Nú hefir
það fengið staðfestingu og er farið að beita því.
Aðalefnið er þetta: Lög, sem ekki snerta Finnland eitt, held-
ur ná til mála, er snerta ríkið í heild, skulu leggjast fyrir rúss-
neska þingið til samþykta. Þau ein lög, sem snerta innanlands-
málefni Finna, eiga hór eftir að leggjast fyrir finska þingið. Það
er lagt á vald löggjafarvalds alríkisins að ákveða, hve rífleg sjálf-
stjórn Finnlandi só ætluð, en frumkvæði til breytinga á þeim
ákvæðum skal keisarinn eiga.
Þau lagafyrirmæli, sem rússneska þinginu er ætlað að fjalla
um, eru talin upp í sautján iiðum, og er þetta þar hið helsta :
Þáttaka Finnlands í útgjöldum til þarfa alríkisins; allar skyld-
ur Finnlands, er snerta landvarnir og hermensku; róttindi þeirra
Rússa í Finnlandi, er eigi hafa fengið þar þegnrótt; ákvæði um
það, hver mál verði undanþegin dómsvaldi finskra dómstóla vegna
hagsmuna ríkisins; ákvæði um fólagafrelsi, fundahöld og því um
líkt; ákvæði um prentfrelsi í Finnlandi og um innflutning útlendra
bóka og rita til landsins; tolkambandið milli Finnlands og annara
hluta Rússaveldis; mynt Finnlands, póstmál þess og símamál;
ákvæði, er snerta loftsiglingar; járnbrautamál Finnlands að því
leyti sem þau snerta samband þess við Rússland eða önnur ríki;
réttindi útlendiuga á Finnlandi.
Ennfremur eru ákvæði sett um það, að Finnar kjósi fulltrúa
í rússneska ríkisráðið og til Dúmunnar. Finska þingið á að velja
einn mann í rússneska ríkisráðið til 9 ára og fimm fulltrúa tii