Skírnir - 01.08.1910, Side 188
380
Frá útlöndnm.
1907 náðu Japansmenn enn betri tökum á Kóreu en þeir
höfðu áður haft, því þá má heita að öll stjórn Kóreu kæmist undir
yfirstjórn stjórnarinnar f Japan. Keisarann, sem þá var, Yihöng
að nafni, neyddu Japansmenn til þess að leggja niður völd og fá
þau í hendur syni sínum. Sá heitir Itsehak, og er það hann, sem
nú hefir aftur afsalað sór völdum í hendur Japanskeisara.
Það gerðist 29. ágúst < sumar. Þá var samningurinn um þetta
auglystur í Tokíó, höfuðborginni í Japan.
Samningurinn er í 8 greinum. í 1. gr. lýsir Kóreukeisari þvf
yfir, að hann selji alt drottinvald sitt yfir allri Kóreu óafturkallan-
lega og takmarkalaust í hendur Japanskeisara. Síðasta gremin kveð-
ur svo á, að samningurinn komi í gildi sama dag, sem hann só
auglýstur. Hinar greinarnar eru um einstök atriði landsstjórnar-
innar og meðferð á íbúum þess.
Samningar þeir, sem Kórea hefir gert við önnur ríki, eru úr
gildi feldir, en í þeirra stað ná nú utanríkissamningar Japans yfir
Kóreu, að svo miklu leyti sem slíkt er framkvæmanlegt. Utlend-
ingar fá sama rétt í Kóreu, sem þeir hafa áður haft í Japan.
Um leið og Kóreukeisari afsalaði sér völdum, gaf hann út yfir-
1/singu, er tekur það fram, að hann hafi séð sór ógerning að koma
fram þeim umbótum, sem sig hafi langað til að framkvæma, og
því telji hann réttast, að fá þau verk óðrum í hendur.
Sagt er, að stjórn Japana hafi ákveðið, að verja stórfé til efl-
ingar iðnaði í Kóreu, til skóla þar og sjúkrahúsa. Landstjóri Jap-
aua þar hefir gefið út yfirlýsingu um, að fátæklingum sé gefin eftir
skattgreiðsla.
Það var auglýst í|Tokíó jafnframt samningnum, að þau ákvæði,,
sem nú gilda um strandverzlun í Kóreu og tolla þar, skyldu hald-
ast óhögguð um næstu 10 árin.
Nafni Kóreu er breytt, og á hún framvegis að heita Cho Sen.
Montenegro verður konungsríki.
19. ágúst í sumar hólt Nikulás, eða Nikita, stjórnandi Monte-
negrós, eða Svartfjallalands, 50 ára stjórnarafmæli sitt. Hann hefir
áður haft titilinn fursti, en fókk nú leyfi stórveldanna til þess að
taka sér konungs nafn á þessari afmælishátíð sinni. Svartfjallaland
er að öllu sjálfstætt, þótt fáment só það og lítið ummáls, og þótt
Nikulás konungur hafi hingað til kallast fursti, en ekki konungur,
þá hefir hann reyndar haft meiri völd yfir landi sínu en konungar
hafa annarstaðar nú á dögum, því stjórnarfarið þar hefir verið ein-