Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 189
Prá útlöndum.
381
veldisfyrirkomulag. En nú vilja Svartfellingar fá þingræðisstjórn, og
fá hana án efa áður langt um líður.
Nikulás konungur er nú gamall maður, en þykir verið hafa
nýtur stjórnari. Ein af dætrum hans er Helena Ítalíudrotning.
Onnur var áður gift Pótri, sem nú er konungur Serbiu, Ríkiserf-
inginn heitir Daniló. Nikulás konnngur er skáld og rithöfundur.
Þrætumálin á Englandi.
I fyrsta hefti Skírnis þ. á. var stuttlega minst á flokkastríðið á
Englandi. Stjórnin hafði við kosningarnar í byrjun ársins fengið
um 120 atkv. meirihluta í þingiuu, ef með var talinn verk-
mannaflokkurinn (40 atkv.) og írski flokkurinn (80 atkv.). Fyrir
utan þessa flokka var atkvæðamagn stjórnarflokksins og íhalds-
manna hór um bil eins. Kosningabaráttan hafði staðið um fjár-
málafrumvarp stjórnarinnar, sem kent er við fjármálaráðherrann
Lloyd George, og þegar henni var lokið, lét efri málstofan undan
og samþykti fjárlögin, er hún þó áður hafði talið kollvarpa öllu stjórn-
arfyrirkomulagi Englands. En þá var eftir að greiða úr hinni
spurningunni, sem striðið um fjárlögin hafði vakið: spurningunni
um tilverurétt efri málstofurmar, skipun hennar framvegis og neit-
unarrétt bennar gegn neðri málstofunni. Stjórninni leist ekki á,
þegar til kom, að leysa þessa spurningu á þann hátt, að duhba
upp svo marga uýja lávarða, að hún fengi með atkvæðum þeirra
yfirhönd í efri málstofunni. Að minsta kosti leist„ henni ekki á,
að leggja út í þetta nema þá eftir nýjar kosningar, er þetta hefði
sérsr,aklega verið borið undir atkvæði kjósendanna. Það var líka
mikið talað um nýjar kosningar um það leyti sem þetta mál var
mest rætt. En sannleikurinn var sá, að allir flokkarnir vildu helzt
komast hjá nýrri kosningahríð. Þær briðir eru kostnaðarsamar
mjög á Englandi og setja alt á annan endann meðan á þeim stend-
ur. Hvorugur flokkurinn gat heldur talið sér sigurinn vísan.
Stjórnarmenn gátu með engu móti vænst þess, að vinna svo stóran
sigur, að þeir yrðu ekki upp á írska flokkinn komnir eftir sem
áður. íhaldsmenn töldu sér víst, að atkvæðum þeirra mundi fjölga.
En hins vegar gátu þeir enga von gert sór um, að þeir mundu
vinna svo mikinn sigur, að þeir yrðu færir um að mynda stjórn.
Afleiðingin af þessu varð sú, að báðir flokkarnir vildu helzt kom-
ast hjá þingrofi og nýjum kosningum. Svo kom það fyrir, að kon-
ungnrinn dó, og þar bauðst nýtt tækifæri til þess að ýta þrætu-
málinu frá sér og láta það hvílast um stund. Þetta tækifæri var