Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 192
384
Frá útlöndum.
inginn út af et'ri málstofnnni, þá er þó engan veginn víst, að alt
falli í ljúfa löð, þegar til kemur.
Spánn og páfinn.
Nú í sumar hefir risið upp skörp deila milli stjórnarinnar á
Spáni og páfans, svo að alt útlit hefir verið fyrir, að Spánverjar
mundu segja sig undan yfirráðum páfa, eins og Frakkar gerðu
fyrir nokkrum árum.
Núverandi yfirráðherra Spánverja heitir Canalejas og tók hann
■við völdum snemma á þessti ári. Það er hann, sem beitt hefir
sér fyrir uppreisnina gegn klerkavaldinu, en það er mikið og þungt,
gamalt og rótgróið, á Spáni, en mentun lítil meðal almennings.
•Canalejas hefir viljað koma fiam ymsum umbótum á kirkjumálun-
um, sem miða til þess, að draga völd og sórréttindi úr höndum
klerka, en auka róttindi þeirra manna í landinu, sem aðra trú játa
en hina kaþólsku. Einktrm hefir hann beitt sér gegn klaustrunum
-og ýmsum sórréttindum, sem þau hafa náð, en klaustur eru fjölda-
mörg á Spáni. Klerkar hafa, svo sem vœnta má, leitað páfa í
þeirri deilu, og hann hefir tekið málstað þeirra, eins og honum er
lagið, án þess að líta hið minsta á, hvernig skynsamlegast væri og
hollast að taka í málið. Píus páfi X. þykir yfir höfuð vera lítill
stjórnvitringur, og mikill eftirbátur fyrirrennara síns, Leos XIII.,
{ þeim sökum, enda hefir páfadómurinn þegar mist mikið þau ár,
sem Píus X. hefir setið þar að vöidum. Nú í sumar fór hann mjög
halloka í þrætumáli á Þ/zkalandi, og svo eru nú öll líkindi til,
að Spánn fari sömu leiðina og Frakkland. Einhver málamiðlun er
þó komin á nú í svip milli páfa og spónsku stjórnarinnar, og víst
eingöngu af þeirrí ástæðu, að önnur mál blönduðust inn í kirkju-
málsdeiluna.
Karlistarnir svo nefndu risu upp, reru að mótstöðunni gegn
stjórninni með klerkaflokknum og hugsuðu sér að nota hana til
þess, að vinna sínu máli fylgi, en það er, að koma konungsættinni,
sem nú situr að völdum, frá, en annari aftur að, Karls-ættinni.
Konungsefni þeirra heitir Don Jaime, en Karlistaflokkurinn er
fjölmennur og sterkur sumstaðar í landinu Út úr þessu hvoru-
tveggja hefir alt verið í uppnámi á Spáni nú síðari hluta sumars-
ins, og er enn eigi séð, hvernig þeim óeirðum muni lykta. Stjórnin
hefir orðið að beita gegn þeim hervaldi, og hefir mikinn her reiðu-
búinn, ef á þarf að halda.