Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1915, Side 34

Skírnir - 01.12.1915, Side 34
370 Nýtt landnám. menn, sem lifðu á Skrælingja vísu. Hann þóttist þar kenna landa sína og hugði, að það væru afkomendur Is- lendinga, sem fiúið hefðu af Grænlandi og ætlað til Vín- lands. Reynist þetta rétt, ber okkur að rækja við þá frændsemi á drengilegan hátt og gefa þeim aftur alt, sem þeir hafa mist. Islenzkt landnám ætti einnig að hafa efnahagslegar afleiðingar. Framleiðsla okkar er mjög einhliða, svo flest- ar lífsnauðsynjar þarf að flytja og kaupa frá útlöndum. Hve lítið sem úr þessu yrði bætt, væri það bót, sem gerðf okkur ofurlítið sjálfstæðari. Þetta er sérstaklega tilflnn- legt með vöru eins og kol, sem ekki er aðeins nauðsynja- vara fyrir vaxandi fjölda af heimilum, heldur og vara,. sem skip landsins geta ekki án verið. Vanti kol verða öll fyrirtæki, sem rekin eru með gufuafli að hætta, skip- og vélar ryðga, en fólkið sveltur vinnulaust. Þótt kol séu fáanleg geta þau samt orðið svo dýr, að það sé til mikils baga, og að menn verði að láta skip og verksmiðjur ganga þrátt fyrir mikið tap, af því það yrði enn meira tap að hætta rekstrinum. Almenningur fær auðvitað að una sér í kuldanum, þegar kolin eru orðin »ókaupandi«. Þessi styrjöld og reynsla undanfarandi ára ætti að hafa kent mönnum nokkuð í þessu efni. Árið 1912 voru flutt inn kol fyrir 2 milj. kr. Var það tæpum helmingi meira en 1909. Við höfum því þörf fyrir nýlendu, sem gæti birgt okkur að kolum, svo kolavandræðin væru úr sögunni. Island er fossaland. Omælanlegur er kraftur þess- vatnsþunga, sem steypist frá hæðunum niður í djúpið. En »not« fossanna eru »falin«. Það vantar fé og þekkingu til að beizla þá. En þótt við legðum við fossana og lét- um þá sjóða fyrir okkur matinn, hita og lýsa hýbýlin,- plægja jörðina, sá, slá og raka, knýja fram járnbrautarlest- ir, reiðar og sporvagna, þá er alt þetta lítil vik handa slíkum bergrisum. Fullkominn starfa fáum við fyrst handa fossunum þegar við förum að nota þá til að reka verk- smiðjur, og þó ekki sé vert að gylla þessa atvinnugrein,. er ekki heldur rétt að loka augunum fyrir þessum sann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.