Skírnir - 01.04.1916, Page 2
114
Aldarafmæli hins islenska Bókmentafjelags.
[Skírnir
h ö f n« í fundargerðinni, sem er prentuð sem 6. fylgiskjal
aftan við Minningarrit íimtugsafmælis fjelagsins, Khöfn
1867, á 67.—68. bls. Þar stendur og, að Kaupmanna-
hafnarfjelagið sje »stofnað að dæmi eins annars (or
fjelags), er í fyrra var höfðað á Islandi og
hefur sinn eiginlega a ð s e t u r s s tað í Rey k j a-
v í k«. Fundargerð þessi sýnir því ljóslega, að fjelögin
vóru frá upphafi tvö, enn sú var tilætlun Rasks, að þessi
tvö fjelög skyldi sameinast og verða tvær deildir i einu
fjelagi, er hjeti hið íslenska Bókmentafjelag, og var grein
þess efnis í lagafrumvarpi því, er hann lagði fyrir fund-
inn. Þetta frumvarp var samþykt á fundinum 13. apríl.
1816, og er því sá dagur hinn rjetti afmælisdagur Hafnar-
deildarinnar.
Kú vantaði ekki annað enn samþykki Reykjavíkur-
fjelagsins til þess að þetta frumvarp yrði að lögum. Var
það því sent til bráðabirgðastjórnar Reykjavíkurfjelagsins.
Var þar fyrst stofnað til fundar 1. ágúst 1816. Á þeim
fundi var stjórn kosin og lagafrumvarpið lagt fram, enn
ákveðið að geyma ályktun um það til næsta fundar. Var
sá fundur haldinn 15. ágúst 1816. Þar var samþykt laga-
frumvarp Hafnarfjelagsins í öllum verulegum atriðum, og
þar með varð það að lögum, að fjelögin skyldi úr þessu
vera eitt fjelag í tveim deildum, annari f•
Reykjavík, enn hinni í Kaupmannahöfn,.
og heita hið íslenskaBókmentafjelag (sbr.
Minningarritið 1867, 20. bls.).
Með þessari fundarályktun er því fjelagið fyrst full-
stofnað. ■
Fundardagurinn 15. ágúst 1816 er því sannkallaður
afmælisdagur Reykjavíkurdeildarinnar.
Og um leið er hann hinn rjetti afmælisdagur f j e-
lagsheildarinnar.
Þetta vóru þær ástæður, sem vöktu fyrir fjelagsstjórn-
inni, þegar hún rjeð af að minnast aldarafmælisins 15.
ágúst þ. á.
Það er og að ýmsu leyti hentugra að halda afmælið -