Skírnir - 01.04.1916, Page 11
Skírnir]
Um Þorleif Guðmundsson Repp.
123
þá er hann köminn í Bessastaðaskóla og er þá um haust-
ið við sætaskipun 7. að ofan í efra bekk, en 1813 er
hann 4. að ofan. Heldur mun Þorleifur hafa verið óbráð-
þroska að likamsvexti og væskilslegur, eftir því sem ráða
er af vitnisburðarbréfi hans, er hann útskrifaðist úr Bessa-
staðaskóla, eftir tveggja ára skólavist þar, er síðar segir.
Vorið 1813 skyldi Þorleifur taka próf, og gekk undir það,
en mun ekki hafa lokið því til fulls, að minnsta kosti er
vitnisburðarbréf hans eigi gefið út fyrr en þá um haustið,
og var sú orsök þess, að Þorleifur hugðist að dveljast enn
einn vetur í Bessastaðaskóla, en hvarf frá því vegna
óhagstæðra tíma og heilsuleysis, eftir því sem segir i
vitnisburðarbréfinu. Þá tóku próf sambekkingar hans og
urðu margir þeirra síðar nafnkenndir menn. Þeir voru
þessir: Helgi Guðmundsson Thordersen, síðar byskup,
-Gluðmundur Bjarnason, síðar prestur á Hólmum í Reyðar-
firði, Sigurður Stefánsson, amtmanns Thorarensens á Möðu-
'völlum (er andaðist 1817), og Olafur bróðir hans, síðar
læknir, Þórarinn Magnússon öfjord, síðar sýslumaður í
Skaftafellssýslu, Einar Pálsson, síðar prestur á Reynivöll-
um, Bjarni Pálsson, síðar prestur í Felli í Sléttahlið, Sig-
urður frá Ljósavatni Hallgrímsson, síðar prestur á Olafs-
völlum, Þorkeli Arnason, síðar prestur í Stafafelli í Lóni.
Voru sumir þessara manna síðan með Þorleifi við háskól-
ann í Kaupmannahöfn, þeir Helgi byskup, síra Guðmund-
ur Bjarnason, þeir Stefánssynir, Sigurður og Olafur, og
Þórarinn öfjord; virðist hafa verið góð vinátta með Þor-
leifi og sumum þessara manna, einkannlega Helga byskupi,
og hélzt vinátta þeirra, meðan þeir lifðu.
Um haustið 1813, þann 20. októberdag, er Þorleifur
útskrifaður úr Bessastaðaskóla af Jóni Jónssyni, er þá var
settur lektor skólans. Hlaut Þorleifur ágætan vitnisburð;
einkannlega er tekið fram, að hann sé öðrum framar
Kneigður til latínsks og grísks tungumálanáms. Þessir
voru vitnisburðir hans: