Skírnir - 01.04.1916, Page 29
'Sklrnir]
Um Þorleif Guömundsson Repp.
141
lionum greidd þá frá nýársdegi að telja (1826), og skyldi
starf hans aðallega fólgið í skrásetningu, uppröðun bóka
og þó einnig afgreiðslu og lestrarsalsumsjá, eftir þörfum
safnsins; þó var starfið veitt honum að eins til bráða-
birgða, enda talinn undirbókavörður (eða assistant keeper,
svo sem Bretar kalla), svo að yfirstjórn safnsins gat vikið
honum frá starfinu, þegar 'hans þætti ekki lengur þörf.
Þegar lokið var dispútázíunni, fór Repp úr Kaup-
mannahöfn til starfs síns í Edinborg; fór hann um Hamborg,
Rottei’dam og Lúndúnaborg. I Edinborg dvaldist hann
nú það, sem eftir var vetrar og fram á sumarið; en fekk
þá tveggja mánaða oriof til þess að bregða sér til Dan-
merkur og vitja konuefnis síns, er hann þá gekk að eiga;
var kona sú dönsk, Nicoline Petrine Thestrup að nafni
(sjá Erslevs Forfatter-Lexicon, Supplement). *Engi deili
kann eg á þeirri konu, en margt göfugra manna og
merkra hefir verið í Danmörku með þessu nafni (Thestrup);
þá rækt sýndi hún föður Þorleifs, að hún skrifaðist á við
hann, þótt hann væri henni ókenndur, svo sem sjá má í
bréfum sira Guðmundar, þeim er fyrr var getið. Svo
segir Mattías skáld Jochumsson, er sótti þau hjón heim,
þegar hann dvaldist fyrst í Kaupmannahöfn, að kona Repps
hafi verið fyrirmannleg og prúð að sjá, og þó smávaxin.
Börn nokkur áttu þau saman. Eru tvö þeirra — ef fleiri
hafa verið — nefnd í stúdentatali Brynjólfs kaupmanns
Benedictsens (í Lbs. 394, 4to, við nr. 119), dóttir og sonur;
er dóttirin nefnd þar Rósa Anna Elisabeth Saga (er fyrsta
nafnið móðurnafn Þorleifs), en sonurinn Skarphéðinn. En
eigi er mér neitt kunnugt um þau annað, og eigi hafa
aðrir getað frætt mig neitt um þau, þeir er eg hefi til
spurt og líklegastir voru til að vita eitthvað um þetta.
í Edinborg dvaldist Þorleifur nú um 11 ára bil. Auk
bókavarðarstarfsemi sinnar vann hann ýmislegt annað,
því að alla ævi var hann iðjumaður mikill. Hann mun
hafa fengizt nokkuð við tungumálakennslu, en þó mest
við ritstörf. Liggur eftir hann hinn mesti fjöldi ritgerða
ýmislegs efnis i enskum og skozkum tímaritum á þessum