Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1916, Page 29

Skírnir - 01.04.1916, Page 29
'Sklrnir] Um Þorleif Guömundsson Repp. 141 lionum greidd þá frá nýársdegi að telja (1826), og skyldi starf hans aðallega fólgið í skrásetningu, uppröðun bóka og þó einnig afgreiðslu og lestrarsalsumsjá, eftir þörfum safnsins; þó var starfið veitt honum að eins til bráða- birgða, enda talinn undirbókavörður (eða assistant keeper, svo sem Bretar kalla), svo að yfirstjórn safnsins gat vikið honum frá starfinu, þegar 'hans þætti ekki lengur þörf. Þegar lokið var dispútázíunni, fór Repp úr Kaup- mannahöfn til starfs síns í Edinborg; fór hann um Hamborg, Rottei’dam og Lúndúnaborg. I Edinborg dvaldist hann nú það, sem eftir var vetrar og fram á sumarið; en fekk þá tveggja mánaða oriof til þess að bregða sér til Dan- merkur og vitja konuefnis síns, er hann þá gekk að eiga; var kona sú dönsk, Nicoline Petrine Thestrup að nafni (sjá Erslevs Forfatter-Lexicon, Supplement). *Engi deili kann eg á þeirri konu, en margt göfugra manna og merkra hefir verið í Danmörku með þessu nafni (Thestrup); þá rækt sýndi hún föður Þorleifs, að hún skrifaðist á við hann, þótt hann væri henni ókenndur, svo sem sjá má í bréfum sira Guðmundar, þeim er fyrr var getið. Svo segir Mattías skáld Jochumsson, er sótti þau hjón heim, þegar hann dvaldist fyrst í Kaupmannahöfn, að kona Repps hafi verið fyrirmannleg og prúð að sjá, og þó smávaxin. Börn nokkur áttu þau saman. Eru tvö þeirra — ef fleiri hafa verið — nefnd í stúdentatali Brynjólfs kaupmanns Benedictsens (í Lbs. 394, 4to, við nr. 119), dóttir og sonur; er dóttirin nefnd þar Rósa Anna Elisabeth Saga (er fyrsta nafnið móðurnafn Þorleifs), en sonurinn Skarphéðinn. En eigi er mér neitt kunnugt um þau annað, og eigi hafa aðrir getað frætt mig neitt um þau, þeir er eg hefi til spurt og líklegastir voru til að vita eitthvað um þetta. í Edinborg dvaldist Þorleifur nú um 11 ára bil. Auk bókavarðarstarfsemi sinnar vann hann ýmislegt annað, því að alla ævi var hann iðjumaður mikill. Hann mun hafa fengizt nokkuð við tungumálakennslu, en þó mest við ritstörf. Liggur eftir hann hinn mesti fjöldi ritgerða ýmislegs efnis i enskum og skozkum tímaritum á þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.