Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 36
148 Um Þorleif Guðmundsson Repp. [Skírnir mest vegna þýðinga á þessi mál, er honum voru á hend- ur fólgnar, þeirra er mikið þótti undir, að vandaðar væru. Kennslu hafði hann og á hendi við ýmsa skóla í Kaup- mannahöfn, og frá 1. nóvbr. 1843 varð hann fastur kenn- ari við Det practiske Handels-Academi þar. Þessi ár fekkst hann og nokkuð við útgáfu kennslubóka. Hann þýddi og jók hina dönsku málfræði Rasks á ensku; var hún siðan mest notuð við dönskunám í Bretlandi. Lestrarbök í ensku (English stories) gaf hann út, og urðu þrjár ’Utgáfur af henni. Orðabók á ensku og dönsku gaf hann út 1845 með manni þeim, er Ferrall hét. Þótti sú orðabók góð á þeim tíma, og kom síðar út 2. útgáfa hennar. Arið 1852 gaf hann út úrvals-kvæðasafn enskt með skýringum á dönsku neðanmáls (Select poems). Yfirleitt hné viðleitni Þorleifs mjög í þá átt að breiða út í Danmörku þekking á enskri menntun og menningu, og varð honum töluvert ágengt í þessu efni. Hann lét sér ekki nægja að vekja þekking Dana á tungu og bók- menntum Breta, heldur ritaði hann tíðum í dönsk blöð um framkvæmdir Breta i verklegum efnum, húsagerð, heil- brigðismál, endurbætur í akuryrkju o. fl., og varð þannig að nokkru leyti til þess að efla nánari sambönd og sam- göngur milli Dana og Breta, er síðar leiddu til hinna miklu verzlunarviðskipta, er Danir tóku að hafa við Breta og hafa haft. Hinum æðri málfræðivisindum sinnti Þorleifur þar á móti lítt þessi ár, enda mun hann lítt hafa haft tíma til þess sökum annríkis við kennslu og áhuga á almennum málum. Þó kom út frá honum rit, er rekur saman ung- versk orð og norræn (Dano-magyariske Optegnelser, Kh. 1843). Nokkuð ritaði hann og um norræna fornfræði og þýddi íslenzk fornrit (í Memoires de la Société Royale des Antiquaires du Nord, Antiquarisk Tidsskrift og Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie). Þorleifur var mjög svo eindreginn i skoðunum og lá ekki á þeim; hann var og framfaramaður mikill og trú- aður fast á umbætur mannkynsins. Því var ekki að undra,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.