Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 42

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 42
154 Um Þorleif Guðmundsson Repp. [Skírnir Skotlandi og Færeyjum« (Jón Sigurðsson í Skýrslum og reikningum liins ísl. bmf. 1857 — 5 8, bls. XX). Hafði Þorleifur þá eigi til íslands komið frá því að hann sigldi til háskólans 1814. Hann liggur í kirkju- garðinum i Reykjavík, en eigi hefi eg getað fundið leiði hans. Þorleifur Repp á einkennilegra æviferil en flestir ís- lenzkir menntamenn. Hann hefir verið flestum mönnum námfúsari, enda varð hann flestum mönnum fróðari. Hann hefir verið meiri turjgumálamaður en nokkur Islendingur, sem uppi hefir verið, og honum hefir verið manna léttast um að tala tungur, en sá hæfileiki virðist ekki einkenna Islendinga. Hefir honum líkur verið að þessu leyti sira Þorvaldur Bjarnarson, síðast prestur á Mel, enda voru þeir skyldir að frændsemi, og íaunar svipaðir um margt, eftir þeim dæmum, sem mér eru sögð af síra Þorvaldi. En ekki liggja þó þau ritstörf eftir Þorleif né rannsóknir í mál- fræði, sem búast mætti við eftir lærdómi hans, og mun hafa um valdið bæði það, að hann fekk ekki gefið sig við þeim efnum sakir annríkis fyrir daglegu viðurværi, en í annan stað hafði hann hug á mörgu og lagði alúð við öll málefni, þau er hann gaf sig við; dreifðust því kraftar hans. Þorleifur var maður hreinlyndur og einarður, til- íinninganæmur og tilfinningaríkur, og svo berorður, að margir töldu hann ófyrirleitinn í orðum. Mat hann menn lítt eftir metorðum; varð því frami hans minni, en föng voru til. Danavinur var hann lítill, og fór eigi dult með, og oft bituryrtur og meinyrtur í þeirra garð; eru af því ýmsar sögur, þótt hér sé engra getið. Þorleifur var þó maður göfugur í lund og hjálpfús og vandaður á allt sitt ráð, að vitni Steingríms skáids Thorsteinsons, er honum kynntist, góður smámennum, en þoldi stórmennum illa stórbokkaskap eða hroka, eigi sízt er honum þóttu þeir miklast af því, er þeir höfðu fátt eða ekki til að bera. Hreinn var hann í svip og mikilúðlegur á yfirbragð, sagði fíteingrímur, og svipaði mjög til hinna fyrri Rómverja,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.