Skírnir - 01.04.1916, Qupperneq 43
fikirmr,
Um Þorleif Guðmundssoa Repp.
155
þeirra er vér höfum myndir af. En síra Mattías Jochums-
son segir hann mjög hafa haft þá háttsemi, sem tíðum
þykir einkenna vísindamenn. Sparneytinn og hófsamur
var hann hversdaglega, og samdi sig mjög að siðum Breta,
•er hann unni mjög; mun hann hafa kunnað vel þeim
þjóðkosti þeirra, að þeir eru óáleitnir og óhnýsnir á ann-
arra manna hagi; iðjumaður mikill og at'kastasamur, en
þó ræðinn og mannblendinn. Víðskyggn og bjartsýnn og
hvetjandi mjög til framfara Ættjarðarvinur mikill og
fyllti þann flokk manna, er tengst fóru í sjálfstæðiskröf-
um; »það var honum mest fró í banalegunni að fá að
heyra, að lík hans mundi geta orðið flutt til íslands og
hvílt í íslenzkri mold«, segir Jón Sigurðsson. Omilda
dóma hlaut Þorleifur lifandi og eigi þykir mér hann held-
ur njóta til fulls sannmælis hjá þeim, er hans hafa minnzt
síðan, svo sem dr. Kálund (í smágrein í Bricka: Dansk
biografisk Lexikon) og Finnur próf. Jónsson (í smágrein
um Þorleif í Salomonsens Konversations-Lexikon), að
eg ekki nefni sleggjudóm eftir próf. L. Daae (í Mu-
seum, Aarg. 1895, Andet Halvbind, bls. 180). Þorleifur
segir sjálfur á einum stað (í ritdómi um rit eftir James
Miller, The Sibil leaves): »... because truth,
because uprightness is essentially one, and this virtue
assumes a similar form and guise in all minds, that follow
it and worship it. This praise for truth and uprightness
(which I humbly conceive is at all times the highest,
that can be given to a man) . . . «. Þessi ást Þorleifs á
sannleika og hreinskilni einkennir æviferil hans — og
varð honum dýr að veraldarmati.
Páll Eggert Olason.
Fylgiskjal.
Bréf Byrgis prófessors Thorlacius til Jens prófessors Miillers (J.
S. 96, fol.).
Den Beppske Sag er da afgiort. De kan nu i fuldt Maal nyde
den af Dem tilsigtede Hævns Södhed, og den Sataniske Glæde at have