Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1916, Side 82

Skírnir - 01.04.1916, Side 82
194 Þegnskylduvinna. [Skírnir er þeir ræktuðu og önnuðust um. Á þann hátt áleit eg,„ að skógræktarstöðin yrði þorpsbúum sem fyrst til ánægju og staðnum til prýði. Eg skýrði frá því, að sumstaðar erlendis væri það siður, að brúðhjón gróðursettu eitt tré við giftinguna, og svo eitt tré við fæðingu bvers barns, er þau eignuðust. Svo þegar þetta gengur mann fram af manni, myndast fagrir smálundar kringum feýlin. Eg hreyfði þá einu nýmæli, sem eg minnist eigi að hafa séð eða vitað hreyft áður. En það var það, að gróð- ursetja minningatré, þegar andlát ástvina bæri að, er geymdi nafn þeirra. Um morguninn áður bar það sorglega slys að höndum, að þegar skip var að draga sig út frá bryggj- unni í Stykkishólmi, slitnaði kaðall, og slóst þá endinn með svo miklum krafti á einn skipverja — Ingjald mót- orista Gruðmundsson — að hann féll útbyrðis. Þótt hann væri vel syndur, gagnaði það eigi, því að höggið mun hafa svo lamað hann. Ingjaldur druknaði svo þarna fyr- ir augum margra manna, sem enga björg gátu veitt. Eg gat um þenna atburð og sagði, að með fyrstu ferð frá Reykjavík sendi eg tvo nýgræðinga — björk og reyni — sem eg hefði valið reit fyrir í skógræktarstöðinni, og eg hefði beðið forstöðumenn stöðvarinnar að annast uppeldi á. Svo þegar fram liðu stundir og það kæmi í ljós, hver teinungurinn myndi þroskameiri og fegurri, þá skyldi sá verða minningartré Ingjalds og bera nafn hans. Þegar eg hefi komið i Stykkishólm síðan, hefir það verið þrá mín að sjá þessa nýgræðinga og endurnýja þá ósk, að þeirra sé vel gætt, og með áhuga held eg spurn- um fyrir um þá. I sambandi við þetta sagði eg þá frá eftirfylgjandi atriði. Það var haustið 1882, að eg fekk örlítinn rótaranga af reynitré á Skriðu í Hörgárdal. Eg flutti hann vestur að Hólum í Hjaltadal og gróðursetti hann sunnan undir kirkjunni, þar á leiði Hallgríms bróður míns, þar innan± girðinga. Hallgrímur deyði þá um sumarið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.