Skírnir - 01.04.1916, Qupperneq 95
Skírnir]
Utan úr heimi.
207
á víxlum, sem eiga að greiðast við s/ningu. Þegar víxilgangverðið
er orðið mjög hátt, þá svarar sem só betur kostnaði að s e ti d a
g u 11 til útianda, beldur en kaupa svo d/ra víxla. Verð á víxl—
um, þar sem rótt að eins svarar kostnaði að senda gult til útlanda,
nefuist e f r i g u 11 d e p i I 1, og er hann að jafnaði um 18 kr. 24
aur. fyrir pund sterling í Kaupmannahöfn. Þessir 8 aurar auk
ákvæðisverðs, svara því til kostnaðarins við að senda gullbúta til
Euglands og iáta mynta þá þar í enska mynt. Aftur á móti get-
ur víxilgangverðið orðið svo lágt, að svari kostnaði fyrir eiganda
víxilsins að senda hann til Englands til innheimtu og flytja gullið
til heimalandsins, í staðinn fyrir að selja víxilinn svo lágu verði.
Þá er gangverð víxilsins komið að neðra gulldepli, sem er t.
d. að jafnaði 18 kr. 07 aur. fyrir pund sterling í Kaupmannahöfn.
Þessi 9 aura frádráttur frá ákvæðisverði svarar þá til kostnaðarins
við að flytja gull frá Englandi og láta mynta það í Danmörku.
Vanalega sjá bankarnir um gullsendingar ef á þarf að halda, en
oftast hafa þeir, ef uut er, heldur önnur ráð, sem síðar verður
getið um. — Víxlar, greiðanlegir við s/ningu, sk/ra frá hvort
greiðsluviðskifti landsins sóu því í hag eða ekki.
b. Mikill hluti af víxlum þeim, sem notaðir eru í greiðslum
til útlanda, eru þó ekki greiðanlegir við s/ningu, heldur eftir ein—
hvern t í m a. Þegar ákveða á verð þeirra, þá verður að taka til—
lit til v a x t a n n a í því landi, þar sem víxillinn á að greiðast.
Menn geta sem só ekki selt þá þar þegar í stað, nema að frá
víxilverðinu verði dregnir vextir til gjalddaga víxilsins, forvextir^.
og ef þeir eru háir í landinu, þá er affallið á víxlunum mikið,
gangverðið lsekkar á ’öngum víxlum. Eínnig er hór tekið meira tillit
til en á stuttum víxlum, hvort nöfnin á víxlunum eru áreiðanleg og
hvort iandið, þar sem víxillinn á að greiðast, hafi gott lánstraust.
Gangverð á löngum víxlum fellur þó ekki að jafnaði niður fyrir
gangverð á stuttum víxlum að frádregnum forvöxtum.
Þegar víxilgangverðið á útlönd hækkar, þá er það til hagnað-
ar fyrir þá, sem flytja út vörur; þeir fá hærra verð fyrir víxla þá,
sem þeir fá frá útlendum kaupendum. Þegar víxilgangverðið lækk-
ar, þá er það hagnaður fyrir þá, sem kaupa vörur frá útlöndum
þeir fá ód/rari víxla til að greiða skuldina með. Vixilgangverðið
gefur bendingu um að auka útflutning eða innflutning þangað til
jafnvægi kemst á. Einnig stefnir að því, að vöruverð lækki í*
heimalandinu, ef mikið hefir verið flutt inn, og hækki ef innflutn—