Ný félagsrit - 01.01.1841, Blaðsíða 122
122
UM ALt>ING A ISLANUI.
fvrir hendur mönnuin meíi því, aí> binda þá vi& tíund e&a
annab, sem undir tilfellum er komib, og enga vissu getur
gefiS um hæfilegleika manna. þroski sálarinnar, ráfevant
líferni, kunnugleiki á landinu og sérílagi landshluta þeim
sem hann væri frá, eru kostir sem sérhverr ætti ab hafa
til ab bera sem kosinn væri, en um þetta er kosníngar-
inöunum ekki vorkun ab dæma, þegar slíkt erbrýntfyrir
þeim, og ekki Jiarf ab kjósa fyrir mjög stórt herab, enda
væri ofmikib logib frá Islendíngum, ef þeir kostir bábir,
sem fyrr voru taldir, ekki fyndist lijá fáeinum mönnum
í sýslu, og kunnugleikans geta þeir allab meb því, ab
ab leggja alúb á ab öblast hann. Ab útiloka embættis-
menn og kaupmenn frá kosníngum, þegar þeir kunna ís-
lenzka túngu, væri meb öllu ógjöranda, því þeir hafa
marga ]>á kosti sem óinögulega má án vera; en mikill
skabi væri þab, ef bændur gjörbu mjög mikib ab ab kjósa
enbættismenn, því þá mætti fara svo, ab alþýba misti
framfara þeirra sem til er ætlazt hún fái af þíngunum, og
gagni hennar ekki væri fylgt sem skyldi, og þess er líka
ab gæta, ab bæbi velur konúngur fulltrúa fyrir sína hönd
og nokkra abra embættismenn þarabauki. Ab nokkrir
kaupmenn yrbi á þínginu finnst mér væri mjög óskanda,
því Jieir Jiekkja, eptir sýslan sinni, margt Jiab, sem hvorki
embættismenn né bændur eru kunnugir, en þab er von-
anda, ab menn kysi ekki abra enn þá, sem væru landinu
hollir, og hefbu þá kosti sem fulltrúar þurfa ab hafa.
Dóminn um Jiab mundi óhætt ab fela alþýbu, ef henni
yrbi jafnframt leibbeint meb ritgjörbum, og virbíngu fyrir
þínginu haldib vib.
Um kosníngarabferbin a get eg engu bætt vib
Baldvins ráb: hann vill ab fulltrúa skuli velja á vorþíng-
um, og liafa þá abferb, ab „hreppstjórar sé látnir rita
nöfn þeirra sem kosníngarétt hafa og fulltrúarétt í sveit-