Ný félagsrit - 01.01.1841, Blaðsíða 132
132
UM alÞing a islandi.
nokkru slíka athöfn til oríís eíia æíiis, sem ekki sómir
rá&vtindum og siíisömum merkismanni. Enn er eitt
atriSi, og þab er, aí> konúngur sjálfur hefir stúngib uppá,
hvort 'vér ættum ekki aö halda enum gamla alþíngisstaö,
og var þaö viturlega sagt og góömannlega, en ef hann
vissi, a?> tilgángi þeim, sem þínginu er ætlaöur, yrÖi betur
framgengt annarstaöar, mundi hann veröa fyrstur manna
til að fallast á þab. þess má einnig geta, aö ekki datt
Norbmönnum *) í hug aö hafa stórþíng sitt á Eiösvelli
(þar sem stjórnarlagsskrá þeirra var samin og auglýst
1840), heldur í Kristíaníu, og er þó minni glaumur, og
líklega ódýrara uppheldi á Eiösvelli; en Eibsvöll hafa þeir
keypt handa þjóöinni og sett þar merkisvaröa. Slíkt finnst
mér og vel tilfalliö á þíngvelli, og vilda eg aí> full-
trúarnir færu þáugaö í hvert sinn sem þeir kæmu saman,
til aö styrkja hug sinn, og menn héldi þar þjóöhátíð og
reisti þar minníngarmark. Enn hefir Baldvin fært þaö til
móti Reykjavík, aö hún liggi „út viö sjó og lángt frá
miöju Iandsins“, en þaö veröur þó hverr aö játa, sem
þekkir afstöbuna á Islandi, aö þó Reykjavík liggi viö sjó
þá liggur hún ekki lángt frá miöju landsins, ef menn
takaþíngvöll til, og þaö er þó meiníng Baldvins, aö þíng-
völlur sé nálægt miöju landsins, en þaöan er aö eins tæp
hálfs dags reiö til Reykjavíkur lausum hesti. Yfirhöfuö
lýsir sér hjá Baldvini einskonar óbeit á Reykjavík, og
þess má veröa vart hjá fleirum, en hverr sá, sem vill
Iandinu vel, veröur þó aö varast, aö sýna nokkrum hluta
landsins óbeit framar öörum, þó honum kynni í vmsu
aö vera ábótavant í þann svipinn; og allra sízt ætti þaö
aö koma fram viö þá staöi, sem eiga aö vera oss kaup-
Flcstallar pjóbir hafa aðalþing sin i tilífuðhorgum, og í Dan-
mörku hafa margir mælt fram mrð ab þingit) væri í Kaup-
mannahöfn.