Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 1
Skýrslur.
I. Aðalfundr félagsins 2. ágústmánaðar 1881.
Hinn fyrsti aðalfundr félagsins var haldinn 2. dag ágústmán-
aðar 1881. Varaformaðr félagsins herra Sigurðr Vigfússon skýrði
á fundinum ýtarlega frá ferðum sínum og rannsóknum í Dalasýslu
og í pórsnesþingi.
Formaðr félagsins Árni Thorsteinson lagði þar næst fram
reikning um fjárhag félagsins frá stofnun þess haustið 1879 til 2.
d. ágústmánaðar 1881. Vóru þá 215 menn gengnir alls í félagið.
Frá því síðasti ársfundr var haldinn gerði varaformaðr félagsins
Sigurðr Vigfússon mjög nákvæma rannsókn við Haugavað á áliðnu
sumri 1880 og um miðsumar 1881 fór hann um Dalasýslu og nokk-
urn hluta af þórsnesþingi, og skýrir Árbók félagsins frá hinum mikil-
væga árangri, er orðið heíir af ferðum þessum og rannsóknum.
Sökum efnaskorts gat félagið ekki haldið fram fleiri staðlegum
rannsóknum um sinn, og var svo á fundinum ákveðið að halda
þeim fram á árunum 1882 og 1883, og verðr í því farið eftir
verkefni því, sem félagið hefir áðr sett sér (sbr. Árbók 1880 og
1881, bls. 5.).
Á fundinum var samþykt að prenta skyldi árbók fyrir árið
1882, og er nœgt efni til í hana, og það svo mikið, að hún hefði
mátt vera miklum mun stœrri, ef nœgt fé hefði verið til þess,
enn fyrir árið 1881 á félagið í vændum að fá að eins 200 kr. styrk
til árbókarinnar, og 100 kr. til rannsókna.
Að lokum vóru stjórnendr félagsins endrkosnir, og sem
endrskoðunarmenn kosnir:
Amtmaðr Bergr Thorberg
Skólakennari Halldór Guðmundsson.
1 a