Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 7
7 skógahofinu er hálfkringlótt fyrir endann, sem áðr er sagt, enn um afhúsið í Kjalarnesshofinu segir: f>ar var gert af innar kringlótt sem húfa væri“. Upp af afhúsinu í hofinu í Ljárskógum hefir og hlotið að hafa verið gert sem húfa eða hvelfing, því öðru- vís hefir eigi orðið bygt yfir það, svo vel fœri, þar það var kring- lótt fyrir endann. Bæði þessi hof hafa því verið kringlótt fyrir endann og húfa yfir. Lýsingin á Kjalarnesshofinu mun því vera alveg rétt, og bygð á fornri sögu, eins og eg hefi sagt í Árb., i. h., bls. 65. neðanmáls1. Eg þykist vita, að> spurning verðr um það, hvernig farið var að byggja yfir þetta mikla hús, sem var nær 80 fet á lengð og rúm 50 fet á breidd ; og er það einkum breiddin, sem erfiðleikana gerir, þar sem ekkert skilrúm hefir verið eftir endilöngu, enn öllu húsinu skift einungis í tvent þvert yfir, og aðalhúsið þó miklu stœrst. petta er og athugavert. Eg hefi átt tal um það við húsa- smiði, og segja þeir, að biti, sem er t. d. 20 álna langr, geti eigi borið sig sjálfr án þess að svigna eða brotna með tímanum. Eg hefi getið þess í Árb. 1. h., bls 81., að höfuðhofin f forn- öld muni hafa verið bygð á líkan hátt og stórir skálar, það er að segja aðalhúsið, sem veizlan var haldin í; að skot eða útbygging hafi verið umhverfis, einkum til hliðanna, og stoðir eða súlnaraðir báðum megin fyrir innan skotið, og hafi þær staðið undir þvertrján- um eða bitunum. Brúnásinn lá svo langsetis yfir súlunum enn undir þvertrjánum. Að hafa skot eða gang til beggja hliða var almennr siðr í fornöld, á stórbyggingum einkannlega, svo að ganga mátti umhverfis ; það kemur svo víða fyrir, að mér þykir alls eigi þurfa að tilfœra alla þá staði hér2. f>etta var líka allhentugt á hofunum, sem venjulega stóðu einstök, og engin minni hús vóru áföst við. 1 skotinu mátti hafa aðsetr sitt með þau áhöld, sem til veizlunnar þurfti ásamt mat og drykk. Eg hugsa mér nú fyrir- komulagið á þessu á þenna hátt: öll breiddin á aðalhúsinu, er, sem áðr er sagt, 51 fet utanmáls, eða 25 x/2 al. ; þyktina á hvor- um vegg geri eg 2% al„ báða til samans 5 x/2 al. ; þá eru eftir 20 áln. Skotið, eða bilið frá súlunum og út að veggnum, geri eg2 72 1) Enn það, sem segir um hofbrennu Búa, mun vera eitthvað orð- um aukið. 2) Eg skal einungis nefna einn skála, sem talað er um í Vatnsdœla sögu, Leipzig 1860, bls. 7231: »Skot vóru um húsit ok lokhvílur, ok ór einni lokhvílu mátti hlaupa í skotið. Hann (þorkell) leitar þangat sem konur sátu ok földuðu sér, hann hljóp þar at, er Hildr var fyrir. Hon spurði, hví hann fœri svá hart. þorkell segir sem var. Hon bað hann fara í skotið hjá sér ok þar komst hann út. þorgils mælti: Snúum þar at, er konurnar eru, þvíat mér þótti maðrinn þangat hlaupa«.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.