Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 9
9
og 83. Að afhús fyrir goðin var í hverju hofi, þarf eigi að efast
um. Melabók, Landn. Kh. 1843, bls. 33528 : „Kórr eða goðastúka var
hjá hrerju lioli, þar vóru í goðin“. í Hkr., þar sem talað er um
blótveizluna á Hlöðum, er það tekið fram, að hásaeti hafi verið í
hofinu, sjá Árb. 1. h., bls. 87. það er beinlinis tekið fram í Mela-
bók, að hlótTeizlur vóru haldnar hér á íslandi, Ln. bls. 334. J>ar
sem eg hefi minzt á öndvegin í hofunum hér á fslandi, skal eg
tilfœra einn merkilegan stað úr Fagrskinnu, Kristiania 1847, bls.
149.-150. um konungshásæti í veizlustofunum í Norvegi: „þat
var forneskju siðr í Norvegi ok í Danmörku ok svá í Svíaveldi,
þar sem váru konungsbú ok veizlustofur, váru dyrr á báðum end-
um stofunnar, en konungs hásæti var á miðjum langbekk, }>eim er
tíssí móti sólu; sat þar dróttning á vinstri hönd konungi, ok var
þat þá kallat öndvegi, ok sá sess vegligastr hvárntveggja veg út
ífrá til karla ok kvenna, er næst var öndvegi, en sá úvegligastr,
er næst var durum. Hinn göfgasti maðr, ok sá er gamall var ok
vitr, var kallaðr konungs ráðgjafi, sem þá var konungum títt at
hafa gamla spekinga til þess at vita forn dœmi ok siðu foreldra sinna ;
en þessi maðr sat á hinn nörðra1 pall gagnvart konungi, ok hét
þat hit úœðra öndvegi; váru nú enn konur til hœgri handar hán-
um, en á vinstri hönd karlar. Jpá var títt höfðingjum at bera öl
um eld ok drekka á öndvegismann sinn, en þat var í þann tíma
mikil virðing at sitja fyrir konungs ádrykkju. Til þess at eigi sé
þetta lygi, þá segir Arnórr jarlaskáld, hversu hann sat með þ>or-
finni jarli:
Hét ek þá er hvern vetr sátum
hrafns verðgjafa (jafnan
líð drakk gramr) á góðar
gagnvart skipasagnir.
1) þetta orð »nörðra« getr trauðlega verið rétt, með því sagt hefir
verið á undan, að konungshásæti hafi verið á miðjum langbekk, þeim er
vissi móti sólu; það er að segja á þeim langbekk, er staðið hefir langsetis
við norðrvegg skálans, þannig að konungrinn horfði á móti sólu, er hann
sat í hásætinu. þetta er alveg rétt orðað í sögunni og kemr heim við dag-
legt mál vort enn þann dag í dag; vér segjum t. d. um dal, sem snýr
austr og vestr, að norðrhlið hans viti móti sólu, enn syðri viti undan sólu.
Hr. N. Nicolaysen hefir getið þess til, að orðið »nörðra« eigi að vera »úœðra«,
sjá Aarböger for nordisk Oldkyndighed Kh. 1872, Bemœrkninger i Anled-
ning af N. Nicolaysen, Noget om Skaalebygningen, af Ha?mibal Hoff, bls.
277. Eg er því fullkomlega samþykkr, að orðið »nörðra« getr trauðlega
verið rétt, þvíað hér er beinlínis að rœða um syðra langhekkinn, enn
mér þykir allra líklegast, að hér sé misritað nörðra fyrir syðra, því að á þann
hátt væri glöggvast tekið fram, hvað meint er. Sams konar misritun
kemr fyrir í góðum sögum, t. d. Njáls sögu, Kh. ..1772, 146. kap., 246.
bls., þar sem stendr: »ok flýja þeir allir austr yfir Öxará«, enn á að vera
vestr yfir Öxará, handritið C. hefir það orð, svo og Njáls s. Kh. 1875, bls.
811., enn tvö handrit F. og E. hafa orðið »austr«.
1 b