Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 31
3i
þ>á er Ólafr konungr Tryggvason fór til Rauðseyja, kom á
móti honum andviðn mikið, svo að konungr varð að láta síga und-
an; enn þann sama morgun gékk Rauðr til hofs síns ogfann þór
í hryggu skapi; Rauðr spurði, hverju það sætti. þ>órr segir, að
þar var kominn Ólafr Tryggvason og lið hans. Rauðr mælti: „þeyt
þú í mót þeim skeggrödd þína ok stöndum í mót þeim knáliga.
pórr kvað þat mundo fyrir lítit koma; en þó géngu þeir út, ok
blés þórr fast í kampana ok þeytti skeggraustina; kom þá þegar
andviðri móti konungi svá styrkt, at ekki mátti við halda“. Fms.,
i. b., bls. 302—303. jpessir staðir lúta að því, að f>ór er stundum
eignað það að ráða yfir vindum.
þegar þór er látinn birtast mönnum, er hann vanalega mik-
ill vexti, unglegr og fríðr sýnum og ætíð rauðskeggjaðr. Fms., 2.
b., bls. 182; 5. b., bls. 249 og víðara.
Eg hefigetiðþess í Árb., 1. hefti, bls. 87—88, að menn signdu
fullið þór, og í hverju signing sú var fólgin1.
Menn hafa haft mikið traust á hamrinum Mjöllni og haft
hann fyrir nokkurs konar helgitákn; það var og að vonum, þvíað
það var dómr ásanna, að hann væri beztr allra gripanna, er dverg-
amirhöfðu gert, „ok mest vörn í fyrir hrímþussum“, Sn. E. Reykja-
vik 1848, bls 70. f>á er þór var á ferðum sínum, skar hann báða
hafrana á kveldin og hafði þá til náttverðar; enn á morgnana þurfti
hann ekki annað enn bregða upp hamrinum og vígja hafrstökurn-
ar; þá stóðu upp hafrarnir, bl. 28.
Við brennu Baldrs: ,,þ>á stóð f>órr at, ok vígði bálit með
Mjöllni“, bl. 38. þegar vígja skyldi saman þrym jötun og Freyju,
þá skyldi það gera með Mjöllni, Hamarsheimt, 30. er.:
þ>á kvað þat þrymr leggið Mjöllni
þursa dróttinn : í meyjar kné,
„berið inn hamar vígið okkr saman
brúði at vígja ; Várar hendi!“.
Mér virðist því líklegt, að þá er vígja skyldi saman brúðhjón í
heiðnum sið, hafi það verið gert með hamarsmerki þórs, þótt það
sé ekki beinlínis tekið fram í sögum vorum. Einhver „formúla“
hefir verið höfð við það hátíðlega tœkifœri, þegar þó miklar veizl-
ur vóru haldnar og mikil viðhöfii. það sýnist enda benda til, að
brúðkaupin muni hafa haldin verið í hofunum, að minsta kosti í
Norvegi. Lndn., bls. 304: „Özurr hvíti hét maðr, son þorleifs ór
1) Eg hafði og þar komizt þannig að orði: að um merki hinna guð-
anna vissi maðr ekki; þetta hafði af vangá orðið nokkuð óljóst orðað, og
kynni því að verða misskilið. Eg hafði einungis meint þannig: að menn
vissi ekki, hvernig hinna goðanna full hefði verið signað, með þeirra merki,
eða hvernig farið var að, að signa þeirra full.