Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 35
■35 Hrafnkels s., Kh. 1847, bl. 4-: ,-Þá er Hrafnkell hafði land num- it at Aðalbóli, þá efldi hann blót mikit; Hrafnkell lét gera hof mikit. Hrafnkell elskaði ekki annat goð meir enn Frey, ok hánum gaf hann alla hina beztu gripi sína hálfa við sik. Hrafnkell bygði allan dalinn, ok gaf mönnum lönd, en vildi þó vera yfirmaðr þeirra, ok tók goðorð yfir feim. Við þetta var lengt nafn hans ok kallaðr Freysgoði“. Víst má það telja, að hof þetta hafi verið helgað Frey. „Hrafnkell átti þann grip í eigu sinni, er hánum þótti betri enn (hverr) annarr, þat var hestr brúnmóálóttur at lit, er hann kallaði Freyfaxa. Hann gaf Frey vin sínum þann hest hálfan. Á þess- um hesti hafði hann svá mikla elsku, at hann strengði þess heit, at hann skyldi þeim manni at bana verða, er hánum riði án hans vilja“, bl. 5. í Vatnsdœla sögu, bls. 55, er og talað um hest, er Freyfaxi hét, og Faxa-Brandr átti. Enn fremr er talað íFlateyjar- bók, bl. 401, um stóðhross, er menn sögðu að Freyr œtti. Freyr átti göltinn gullinbursta, sem var einn af kostgripum dverganna; göltr- inn var reiðskjóti Freys og rann loft og lög, og mætti ætla, að í sambandi við það hafi staðið, að Frey vóru eignaðir þeir hestar, er beztir þóttu1. Eg skal hér tilfœra merkilega hoflýsing og goðalýsing úr Droplaugasonasögu hinni lengri, sem aldrei hefir prentuð verið; tek eg hér því allan kapítulann, svo að menn geti betr séð sýnishorn af sögunni. þessi goðalýsing á hér vel við, þar sem Freyr og þór eru hér œðstu goðin. Titilblaðið á sögunni er þannig: „Handrita- safn H. bps. Finssonar Nr. 59, inniheldr sögu af þeim Helga og Grími Droplaugarsonum2. 36. KAP. „]?að var á einum vetri um skammdegi, að sendimaðr kemr ofan af Víðivöllum á Arnheiðarstaði og segir, að Droplaug vildi þeir kœmi upp þangað sem fyrst. þeir brugðu ekki skjótt við þessa orðsending, og líðr svo fram í vikuna. pá kemr annar sendi- 1) Arbók 1. h. er talað um sónargöltinn, bls. 96—97. 2) Handrit þetta er á landsbókasafninu hér í Bvík; það er með stórri fljótaskrift, nokkuð bundið ; eg hefi lesið yfir alla söguna, og er það auðséð, að orðfœri á henni er víða ungt og aflagað, enn það hygg eg, að til grund- vallar liggi gömul saga, þvíað bæði er í þessari sögu einkennileg lýsing á húsaskipun og klæðabúnaði. sem er gömul, og auk þess sýnist mér lýsingin á héraðinu, þar sem sagan gerðist, og eins bœjum, vera svo nákvæm og kunn- ugleg. þetta geta þeir þó bezt dœmt um, sem kunnugir eru í Fljótsdalshér- aði. Lýsingin á hofinu og goðunum á Bessastöðum mun ekki vera í heild sinni neinn seinni tíma tilbúningr, þótt eitthvað kunni að vera orðum auk- ið eða aflagað, eins og sagan er nú úr garði gerð. Með þvi að engin föst réttritun er á þessu handriti, sýnist mér engin, ástœða að halda henni, og hefi því viðhaft þá réttritun, sem annars er á Árbókinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.