Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 59
59
frá Ölfusá og austr að fjórsá. Á Eyrarbakka er nú mikið orðið um-
breytt frá því er það var í gamla daga, þvíað sjóvargangr hefir brot-
ið þar víða mikið land framan af, eins og sjá máafþví, að örnefn-
in haldast þar enn, langt fram í útfiri og skerjum. Hafskipalægi
hefir þá hlotið að vera þar gott víða, sem sést af því, að þar var
mikil kaupstefna og sigling af kaupmönnum í fornöld. Um það er
víða talað í sögum, sem kunnugt er. (xrímsárós sýnist að hafa
verið skipalægi, þvíað Ásgeir Austmannaskelfir drap skipshöfn manna
i Grímsárósi, Landn. bls. 305, og Flóam. s. bls. 127. Kiiarrarsund
var og skipalægi, þvíað þórðr dofni keypti skip í Knarrarsundi, er
hann ætlaði utan, Landn. bls. 305, og Flóam. s. bls. 127. Knarrar-
sund heitir enn fram undan Skipum, þar fram á millum skerjanna.
Einarsliöfn var og skipalægi. þangað reið Hrafn þ>orviðarson til
skips, Landn. bl. 305, og Flóam s. 126. Einarshöfn var mitt á milli
kaupstaðarins og Ósseyrarness. þ>ar sem nú eru sundmerkin, heit-
ir nú Einarshafnarsund, þar er nú hafskipaleiðin inn á höfnina, og
þar sem nú er sundtréð (hafnarmarkið), var áðr heygarðrinn í Ein-
arshöfn, sem var á síðari tímum bygð jörð, og á Einarshafnargrunni
var kaupstaðrinn á Eyrarbakka bygðr. Bryggja heitir nú sker, sem
er frammi í fjörunni utan til við verzlunarstaðinn. Hallsteinn mágr
Hallsteins Atlasonar bjó á Framnesi, enn sá bœr er löngu af brot-
inn. Framnes heitir sker langt fram í skerjagarðinum, fram undan
Stóra Hrauni eða Hraunshverfinu.