Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 67
67
yfir fjöllin suðr að Hvammi. Síðan fór eg fram að Hvítadal og var
þar um nóttina.
Föstudaginn, 10. júní, fór eg frá Hvítadal og suðr yfir Svína-
dal. Bessatunga stendr norðan tilí opinu á Svínadal, þar bjó Hólm-
göngu-Bersi á seinna hluta io. aldar, sbr. Kormaks sögu og I.ax-
dœla sögu; í Bessatungu var mér sýnd tótt, sem kölluð hefir verið
hoftótt, svo lengi sem menn til vita; hún stendr þar á hávum
hól á fjárhúsatúninu. Eg hugði að tóttinni, og kastaði á hana
máli í flýti, þvíað samferðamenn biðu eftir mér. Tóttin er um 17
álnir á lengd, enn hér um bil 12 áln. á breidd; afhús er í öðrum
enda; dyr á hliðveggnum nær afhúsinu, og aðrar dyr á afhúsinu
sama megin; engar dyr gat eg séð á millumveggnum milli aðal-
hússins og afhússins. Tóttin var orðin mjög lág og sigin í jörðu.
f>að er ljóst, að tótt þessi hefir öll hin sömu aðaleinkenni, að því
er séð varð, sem hoftóttir þær, er rannsakaðar hafa verið, og
sem eg hefi lýst hér að framan. Eg er því að nokkuru leyti sann-
fœrðr um, að hér hefir verið heimilishof HólmgÖngu-Bersa. Hann
var maðr auðugr og frægr fyrir hólmgöngur sínar hér á landi.
Bersi var sonr Véleifs gamla og Gróu systur Höskuldar Dalakolls-
sonar, Laxdœla s., Hafniæ 1826 2410. Mér þótti ilt að geta ekki
rannsakað tótt þessa. Eg vissi ekki af henni áðr, og var því kominn
á ferð suðr yfir dal, sem fyrr segir, enda stóð svo á, að bæði var
í Bessatungu mannlaust heima, og í Hvitadal. Hefði eg því þurft
að bíða þar í tvo daga aðgerðalaus, sem eg mátti ekki; þar til
hefði rannsókn á tótt þessari ekki orðið að fullum notum, þvíað
eg fann, að skamt var þar niðr að klaka. þetta var eftir frosta-
vetrinn mikla, enn hóllinn lá hátt, og hafði því staðið upp úr
snjónum.
Svínadalr er afarlangr dalr, og liggr úr Saurbœnum eða
Hvolsdalnum og suðr til Hvammssveitar. Hann er opinn í báða
enda. Langt fyrir norðan miðjan dal heita Mjósund. þar er
dalrinn þröngr og liggr hæst; sunnan til í Mjósundunum, rétt við
götuna vestan til, er hinn svo nefndi Kjartanssteinn, enn að aust-
anverðu við veginn, nær þar á móti, er brött hæð. Utan í henni,
sem að götunni snýr, er djúp dœld grasi vaxin. Á síðari tímum
hafa myndazt þau munnmæli, að Kjartan Olafsson hafi fallið hjá
þessum steini, og að þeir Osvifrssynir og Bolli hafi setið í dœld-
inni þar á móti. þar sést ekki, fyrr enn að kemr, þegar að norð-
an er að komið. þessi munnmæli eru ekki rétt; víg Kjartans
varð ekki á þessum stað. Skal eg síðar sýna, hvað þessari
missögn veldr.
það er nauðsynlegt, að bera saman orð Laxdœla sögu við þau
örnefni, sem enn haldast á Svfnadal, til að sýna, hvað sagan segir
nákvæmlega og rétt frá þessum viðburði. Um þá Bolla og Osvifrs-