Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 68
68 syni segir bls. 218: „J>eir riðu til Svinadals, ok námu staðar hjá gili því, er Hafragil heitir, bundu þar hestana ok settust niðr“. Hafragil heitir enn mikið gljúfragil að austanverðu við ána; það er svo sunnarlega, að varla er þá farinn einn fjórðungr dalsins, þegar að sunnan er komið. Holt mikið gengr ofan úr hlíðinni niðr með gilinu að norðanverðu, og alt niðr í á; enn að sunnanverðu er miklu lægra, og sé þar verið rétt við gilið ekki langt frá ánni, þá sést ekki þangað, fyrri enn komið er á holtið fyrir norðan gilið og þó rétt að því; þetta er því hið bezta leyni, og hér sátu þeir fyrir Kjartani. Nú segir enn fremr: „Bolli var hljóðr um daginn ok lá upp hjá gils-preminum (þat gil liggr norðan1 ór fjallinu ok fram í ána. Lá þjóðgatan eptir hlíðinni nokkuru ofar enn þeir Osvifssynir sátu“)2. Nú liggr vegrinn öðruvís; gatan liggr nú neðar, og vestr yfir ána, rétt þar sem gilið kemr i hana, og svo suðr eftir dalnum þeim megin um stund; að þessum viðbœti er hin bezta upplýsing, þvíað þetta á alt betr við eftir því sem hér til hagar. Nú vikr sögunni aftr til þeirra Kjartans: „En er þeir Kjartan voru komnir suðr um (ór, hefir Reader) Mjó-syndi ok rýmast tekr dalrinn, mælti Kjartan, at þeir ]?orkell mundu aptr snúa, þ>orkell kvaðst mundu riða, þar til er þrýtr dalinn“. Hér er svo nákvæmlega sagt frá, að nær* með vissu má ákveða þann stað sem Kjartan mælti þetta. 5>egar komið er suðr úr Mjósundi, er riðið eftir lágu holti stuttan spotta, og er lítil grasbrekka fyrir sunnan það ; enn þegar komið er suðr á holtið, lýkst alt í einu dalrinn upp, og sést um hann all- an suðr úr, og í gljúfrin á Hafragili upp í brúninni langt suðr frá, enn að norðan ber ekkert á gilinu, þvíað holtið skyggir á sem fyrr er sagt. í fljótu bragði hefir því Kjartani ekkert sýnzt ískyggilegt með fyrirsát úr því. Og enn segir: „J>á er þeir Kjartan komu suðr um sel þau, er Norðr-Sel heita, þá mælti Kjartan til þeirra bræðra, at þeir skyldu ei ríða lengra“ o. s. frv. Norðrliólar heita nú að austanverðu í dalnum, langt suðr frá Mjósundum, enn vegr- inn liggr að vestanverðu. Er það auðséð, að eins hefir hann legið þá. Á móti hólunum er sléttlendi og hallar suðr; þar skildu þeir þ>orkell hvelpr við Kjartan. Sunnan til við Norðrhóla sést vottr fyrir gömlum tóttum, og eru þar þau Norðrsel, sem hér rœðir um. þ>á er enn nokkuð langt suðr að Hafragili, og áðr enn þangað 1) austan er þó réttara, enn oft eru sögur vorar ekki jafn-nákvæmar með áttirnar, eins og annað. 2) þetta, sem hér er milli sviganna, stendr ekki f Kaupmannahafnar- útgáfunni, og þá ekki heldr í Akreyrarútg., enn það stendr f pappírshand- riti af Laxdœla s., sem er í Arna Magnússonar safninu f Kaupm.h. 158 foL Dr. Guðbrandr Yigfússon hefir tekið kafla af Laxdœla s. úr þessu handr., og látið prenta í Icelandic Prose Reader. Oxford mdccclxxix, bl. 21—22,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.